Færsluflokkur: Ljóð
25.2.2007 | 11:43
Vertíð
Færði björg í tóma maga.
Kokkaði og kássur bjó
Kostuleg er þessi saga.
Ef harða eggið bauð þeim kónum
Einn þá vildi bara lint
Sauð eftir slíkum bónum
Spælegg vildann þessi dynt.
Ufsann enginn upp í pottinn vildann
uppistaða í hlutnum þó.
Aðgerð gerði arma kokksins gildann
aflið efst í huganum bjó.
Galgopar með gríni og prettum
gjarnan á minn kostnað þó
Í strand bátinn nærri settum
stóísk var þá kokksins ró.
Frá uppvaskinu fer kokksi ei
fúslega úr þessu heimi.
Sósublettir, feitar skorpur, vei!
skítinn kokkur aldrei geymi.
Dauðinn kemur dag einn
dansar við kokkinn lokadans
Tímansklukku ei tefur neinn
taktu hverja stund með glans.
Ég er gamall sjóhundur, réri frá Grindavík og er á stærð við Golþorsk.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2007 | 15:04
Neysluþjóðfélag
Breiðari vegir byggingar hækka
bráðara skap og afstaða þrengri.
Meiri eyðsla mótlæti lækkar
meinlegt, skilar ánægju engri.
Húsin stækka hallir við byggjum
heimilin öll af fólki þver.
Fjölskyldur minni og faðmlög þyggjum
fjarska sjaldan, því er ver.
Miðlum við málum á fjölbreyttan hátt
málefni leysast á mannlegum nótum.
Stressið og tímans skortur leikur oss grátt
stöndum en náum ei rótum.
Deginum núna deilum og markmið setjum
dásömum allt er lífið hefur.
Í andartakinu við aðeins getum
áorkað það sem eitthvað gefur.
Fortíðin í fjarska horfin,
ferðalag þanga minningabrot.
Framtíðin er forlögum sorfin
fjarska dulin heilabrot.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 14:10
Í bænabókina
Láttu kærleika, lífsorku og gleði
Leika um sál mína og hjarta.
Meðbræðrum fær mátt á sjúkrabeði
mildi er gefur framtíð bjarta.
Kenn mér kæri meistari allra heita
kraft í vilja minn að byggja,
tilfinningum elsku tamt að beita
tæra speki í hugann þyggja.
Bænum mínum blessun veittu
bornar fram af kærleiks þrá
Engum skaða eða þvingun beittu
eða takmörk mínum huga frá.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 16:18
Eyjafjallajökull
Hátt yfir hálendið gnæfir og tindana felur
hjúpar þá ísi og grjótharðri fönn.
Skreyttur Guðnasteini er styrkur þar dvelur
sérhverja dagstund um eilífðar önn.
Veður og vindur landslagið merkir
vetrarskrúði annar en sumarsins klæði.
Fanginn af fegurð er um leikur herkir,
flæðir um eins og jöklinum blæði.
Eyjafjallajökull reistur eyjunum frá
engu líkist fegurð hans sanna
er röðull í austrinu rís, fögur morgunbrá
reisn vekur upp meðal manna
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2007 | 20:11
Konudagur
Konudagur kætir mig
með kossum ást og hlýju.
Vorið bráðum vermir þig
verður bjart að nýju.
Fyrripartur frá Orð skulu standa, seinnipartur Eygló Markúsdóttir.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2007 | 15:37
Andóf við atóm ljóð
Ekki þarf að gylla gull
gullið verður ætíð bjart.
En alltaf verður bullið bull
Þó búið sé í rímað skart.
Jón úr Vör.
Atóm skáldin yrkja kvæði
án þess að geta það
Í Ingólfskaffi er ég í fæði
án þess að jeta það.
Leifur Haraldsson (frændi).
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 18:10
Sannleikur
sérhverjum er frelsi una.
Þá mun ekki þekkjast brestur
þegar úr munni orðin buna.
Misjafnt er mannana gull
metið í reynslunnar brunni.
Vitið sem vigtast þér bull
vel nýtist öðrum í grunni.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 13:48
Vinátta
vex í hjartanu sanna.
Best hún sést í breyti og gjörð,
bætir allt í fari manna.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 22:39
Raup Esterar
Sumt ég skynja nokkuð vel,
skil nú eitthvað líka
Skilning á öllu sjálf ég tel,
svo afburða góða og ríka.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2007 | 09:45
Talað til drottins
Baldvin Björgvinsson fékk þessa vísu á fermingadaginn frá afa mínum Markúsi Jónssyni, en hann missti systur sína rétt áður en hann var fermdur.
Láttu varma að hýrum hvarm
hlýja bjarma skína.
Yfir barm sem býr við harm
Breiddu arma þína.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)