Færsluflokkur: Ljóð

Jafnrétti

Alþingi var aðeins karla döf,
atgerfi þó hefðu eigi meir,
Niðurlægingin á náðar gjöf,
nýddust á konum þeir.

Hún amma hafði frá mörgu að greina
hvernig jafnrétti höllum fæti stóð.
Föður missti ung, fátækt og hungur reyna
fjölda systkina og börnum reyndist góð.

Af menntun hún misstir
mátti ekki njóta sinna ljósa
Hafðu í huganum kynsystir
hvern þú velur að kjósa.

Réttur kvenna reynist fljóðum að þakka
raunum og baráttu liðinna alda.
Málfrelsi og menntun því skalt vakka
meta áttu  konu þúsundfalda.


Ljóð

Í ljóðinu geymi langanir mínar
liðnar stundir og framtið lika.
Stöku hugsanir snerta þínar
skilning veita og gleði ríka.

Tilvjun ræður talsvert um skoðun
og túlkun á öllu hér.
Uppeldið nokkru, umtalsins boðun,
undur lífsins og áhrif frá þér.


Vinafundur

Í kyrrðinni vinur kær þér mætti
er kvöldsett var og rökkur.
Svo angurværar sögur þínar tætti
sem talaðir úr hugans fylgsni klökkur.

Þó fortíðin sé þyrnum stráð
þreyta í hverju skrefi.
Þín framtíð ofin gleði þráð
þroska og ástúð gefi.


Vetrarganga

Úr gönguspori úti krapar
úfið himinskaut.
Breiðan hvíta birtu skapar
bráðnar þegar sólar naut.

Ferskur vindur firna kalt
frostið bítur kinnar.
Eftir göngu ekki svalt
eflist máttur sálar þinnar.


Georg til hamingju með daginn í gær

Gregoríusmessa, messa til minningar um Gregoríus páfa mikla (f. um 540, d. 604). 

Georg páfi gaf þér nafnið
gerður var að dýrlingi.
Aldir líða eykst í safnið
eiginnafn með  skilningi.


Góugleði

Í loftinu ferskur liggur ylur.
Lífið bærast eftir vetardaga.
Eftirvænting undan engan skilur
er hugsar til sumarhaga

En hver árstíð hefur sjarma
eins og lífsins dans.
Að njóta þinna daga, eigi harma
alltaf birtir í huga manns.


Lífsins leikur

Fylltir líf mitt með ferskum blæ
flæddi ástin í sál og hjarta
Makalaust lífið með slíkum glæ
máttug hver stundin bjarta.

Hvort sem hlógum eða grétum
hjörtun sæl og ástar máttur.
Saman við sælu hvort öðru hétum
samtvinnaður var hugur sáttur.

Hjartað fylltist af hamingu og ást
hver stund dýmæt og fríð
Sjö ár þá sælan mér brást
sorgin fylgir nú alla tíð.

Gæfan er glötuð dagur hver stríð
græt og harma þig ljúfasta ást
Tíminn samt tifar og minningin blíð
tær fram streymir og aldrei út mást.

Örlögin breyttu öllu svo sár
önnur er gleðin í þetta sinn.
Þroski með þrautum sérhvert ár
það gerist svo vinur minn.


Mömmu ljós

Í morgunskímu kom mæddur,
martröð fékk lítill angi.
Tárin láku titrandi hræddur
treystir best mömmu fangi.

Kærleikur hjartað kætti,
kallaði á atlot blíð.
Ekkert fegurða Ester mætti
elska Bjarka alla tíð.


Svifrik

Febrúar sólskin færir hlýju

freklega þá að svífur,

svifryk með sóti og klýju,

sem nagladekk upp rífur.


Engin staka

Afturför er engum góð,
engin vísa kom í dag,
ég vil gjarnan safna í sjóð,
stökum eða litlum brag.
                                EM


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband