Mömmu ljós

Í morgunskímu kom mæddur,
martröð fékk lítill angi.
Tárin láku titrandi hræddur
treystir best mömmu fangi.

Kærleikur hjartað kætti,
kallaði á atlot blíð.
Ekkert fegurða Ester mætti
elska Bjarka alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir ljóðin þín, enn og aftur, ég kíki alltaf reglubundið á síðuna þína.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.3.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er alltaf mikil gleði að verða vitni að kærleikanum svona óþynntum.

Takk fyrir mín kæra. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Tilfinningin sem kveðskapurinn ber skiptir öllu.

Takk fyrir þetta.

Lói

Eyjólfur Sturlaugsson, 4.3.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband