Færsluflokkur: Ljóð

Minning

Þín augu mild mér brosa
Á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi

sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn

þín minning björt

Ingibjör Haraldsdóttir


Gullkorn í ljóði

Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja;
eins og það er sælt að sjást,
sárt er líka að skilja

Páll Ólafsson.


Gullkorn í ljóði

Heiðurs bind þér blómaveig,
blysin yndis kveiktu.
Lífsins mynda úrval eig,
öðru í vindinn feyktu.

Ben. Einarsson

Gullkorn í ljóði

Lífssins kljáður vefur vófst
viljans ráði unninn.
Minn var, áður æfin hófst,
örlagaþráður spunninn.

Emil Petersen


Gullkorn í ljóði

Að drepa sjálfan sig
er synd gegn lífsins herra,
að lifa sjálfan sig
er sjöfalt verra.
Hannes Hafstein.


Gullkorn í ljóði

Af því kemur auðna mest,
ef þú fremur þetta;
heil ráð nem og hirð sem best,
hvaðan sem þau spretta.

Sigurður Guðmundsson


Gullkorn í ljóði

Oft til baka hugur horfir
hvar sem atvik fleygja mér,
nýja árið nýjar vonir
og nýja gleði færi þær.


G. K. Jónatansson


Ljóð með gullkornum

Satt og logið sitt er hvað
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga.

Páll Ólafsson.


Leit eftir eiturlyfjum á Akureyri

Drífur að djöfuls garmur
dágóðar jónur bannar,
langur laganna armur
leynda staði kannar.


Lyktar illa leiður dóni
litlu betri en róni
Hald leggur á hass
haugur er þessi rass


Gjöfin

Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andardrtaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálar sjóði,
sakleysi fegurð og yl.
                                      Höf.: Úlfur Ragnarsson

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband