Dæmdu ekki aðra svo þú verðir ekki dæmdur.

Það er búið að vera mikið um sleggjudóma í samfélaginu undanfarið sem fékk mig til þess að hugleiða hvers vegna fólk sest í dómarasæti og dæmir aðra? 

Hvers vegna málar fólk skrattann í hvert horn og ætlar öðrum hugsanir sem ekki þola dagsins ljós?  Eru menn ekki þá um leið að opinbera sínar eigin hugsanir, þeir sem telja sig geta lesið á milli lína og ráðið í ósagða og ógerða hluti?

Er ljótleikinn sem dynur á fólki í fréttum daginn inn og út búinn að lita hugsanir þess og skekkja dómgreind þeirra?

Ég held að það sé í mannsins eðli að honum finnist sín sannindi og sínar hugsanir þær bestu, að skoðanir annarra séu því síðri, sé hugarfarið á þannig er auðvelt að dæma aðra.  En sannleikurinn er í raun sá að það eru til margar leiðir að markinu.  Sannleikurinn birtist í mörgum myndum og enginn einn er æðri öðrum.  Vissulega eru til siðblindir einstaklingar sem ekki virðast taka sönsum en þeir eru fljótir að gera sig marklausa og eru því ekki skoðanabindandi fyrir aðra.  

Það sem ég held að fara mest í taugarnar á okkur varðandi annað fólk er það að við getum ekki stjórnað þeirra gjörðum.  Oft á það við um þá sem okkur þykir vænst um og við höfum væntingar til að hegði sér óðafinnanlega (að okkar mati).  Reiði okkar brýst svo út í gagnrýni og aðfinnslum, en staðreyndir er reyndar sú að þeim tíma okkar væri betur varið í að horfa á okkar innri mann og athuga hvað við getum betur gert til að bæta okkur sjálf.  Ef við ætlum að breyta heiminum verðum við að byrja á okkur sjálfum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð og stórþörf hugleiðing.

satt og rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þið eruð .

Georg Eiður Arnarson, 10.3.2007 kl. 09:24

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hanna Birna það er annað mál að ræða hlutina á málefnalegan hátt, við þurfum að láta raddir okkar heyrast, en það að koma með rökleysur og leggja öðrum orð í munn hefur engan tilgang annan en að skapa úlfúð og illindi.  Annað er að fólk getur ekki tekið þá sem nota slíka aðferð alvarlega.  Sérstaklega er það slæmt þegar talsmenn samtaka beita slíkum aðferðum það verður til þess að eyðileggja fyrir öllum  í þeirra hópi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband