Ísland á hraðleið til Kommúnisma

Þessar þvingunaraðgerðir forustumanna atvinnurekanda sem og launþega!! eru til þess fallin að opna augu okkar fyrir því að ísland er á hraðri leið til kommúnisma, sem hefur verið handónýtt stjórnkerfi eins og við þekkjum frá Rússlandi.
Jafnvel sjálfstæðisflokkurinn sem löngum var í forsvari frjálshyggjunnar hefur skipað sér fremstur í flokk með lýðskrumurum þessa lands.
Það er glæpur gegn þjóðinni og framtíð þess að þvinga upp á okkur að greiða fjárhæðir sem ekki er innistæða fyrir. Skuldir sem eru tilkomnar vegna glæpa sem fjárglæframenn hafa átt í raun að greiða, hversvegna situr enginn af þessum glæpamönnum á bak við lás og slá! Hefði almenningur komist upp með samsvarandi háttsemi???
Íslendingar hafa einstakt tækifæri til þess að segja hvað okkur býr í brjósti í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Almenningur í evrópu lítur til okkar með von um að við íslendingar sýnum það hugrekki að neita icesave. Fjármálageirinn hefur með óábyrgum aðgerðum valdi almenningi ómetanlegu tjóni síðustu ár. Stoppum þetta hyski og segjum Nei.
Mikið hefur verið fjallað um þetta mál í erlendum fjölmiðlum þar sem kemur fram að sjónarmið og stuðningur almennings er sá að við íslendingar segjum nei við icesave.
mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ester:  Þökk sé fyrri stjórnvöldum þá var ekkert af því sem fjárglæframennirnir sem þú nefnir í grein þinni - ekkert var ólöglegt - það var enginn vilji til að setja reglur til að sporna við þeim.  Einn viðskiptaráðherra reyndi að setja harðari reglur en var gerður afturreka með þær og fékk ekki að leggja frumvarpið fram!  N.b. Það mátti alveg setja harðari reglur og þarf ekki að rugla með EES vegna þess- enda búið að gera það nú án þess að evrópureglur hafi breyst!

Jú, það er verið að hengja á þá "markaðsmisnotkun" - þvílíkur brandari!

Þannig að ef þú ert að kvarta yfir því að ekki sé búið að setja menn í steininn þá geturðu þakkað þinni svokölluðu "frjálshyggju" fyrir það!

Og n.b. málið sem er verið að kjósa um núna er vegna aðgerða sem urðu eftir að stjórnvöld voru búin að yfirtaka Landsbankann!  Jú, grunnurinn er að sjálfsögðu skuldasöfnun Landsbankans og svo innlánssöfnun til að redda því en ef það hefði bara fallið sem einkabanki hefði ekkert svona gerst.  Bara ríkisstjórn Íslands og Alþingi gat komið íslegunsku þjóðinni í svona ógöngur - þ.e. með setniningu og framkvæmd neyðarlaganna frægu!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 08:56

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þú verður að athuga það að Bjarni Ben er áttaviltur,reindar er hann vikapiltur hjá Steingrími J.   Við látum ekki eftir þeim að borga fyrir Glæpamenn.

Vilhjálmur Stefánsson, 6.4.2011 kl. 08:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2011 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband