Opið bréf til Jóhönnu og Steingríms vegna sprengigossins í Eyjafjallajökli!

Innilokuð undir jökli í öskufalli og eldglæringum!

Ástandið undir Eyjafjöllum er skelfilegt ég vitna í frænku mína sem býr með manni sínum undir jökli með fjögur lítil börn og skepnur. "Um kl.4:00 í nótt vökunuðum við við eldingarna það var eins og sprenging,hef sjaldan verið eins hrædd,og ég sem þoli ekki eldingar,nú er svarta myrkur." En þessi ótti frænku minnar er engin taugaveiklun heldur á rökum reistur, mjög eðlilegur ef við skoðum Íslandssöguna. Sögur hafa farið af því að fólk hefur látist af völdum eldinga úr eldgosum.
Þetta er staðreynd sem blasir við fólkinu fyrir austan, á jörðina sem liggur í beinni loftlínu frá goskatlinum liggur nú þegar 10 cm þykkt lag af ösku. Við sem vitiborið fólk gerum okkur grein fyrir að þarna verður ekki byggilegt næstu árin. Það er sárara en tárum taki að vita af sínu fólki bjargarlausu við þessar aðstæður.
Ég upplifði gosið í Vestmannaeyjum þegar ég var lítli stúlka undir austur Eyjafjöllunum. Þar var hægt að koma öllu fólki og skepnum í burtu á sólarhing!
Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi í heiminum væri komið svona fram við fólkið eins og fólkið mitt fyrir austan. Hvers vegna er fólk og skepnur ekki flutt í burtu? Er ekki löngu tímabært að ríkisstjórnin sýni manndóm sinn í því að hjálpa fólkinu, hvar er samhjálpin? Björgunarsveitarfólk fyrir austan hefur unnið óeigingjarn starf án endurgjalds í öllum sínum fríum og líka á vinnutíma síðustu 7 vikurnar eða frá upphafi gos í Hruna í Goðalandi.
Er ekki takmörk fyrir því hvað er hægt að leggja á miskunsama Samverjan?
Ríkisstjórnin sendir fólk til hjálpar erlendis á hamfarasvæðum en það er ekki hægt að greiða úr þessum málum hérlendis.

Þið getið hjálpað fólki úti í heimi en sjáið ekki neyð ykkar eigin fólks.

Ég bið ykkur Steingrímur og Jóhanna! Setjið ykkur í spor fólksins sem býr við þessa neyð! Ég á erfitt með að sofna á kvöldin fyrir áhyggjum af fólkinu, hvað þá með þau sem eru með börnin sín í þessum ósköpum.
Það væri hægt að koma skepnum fyrir hjá öðrum bændum til bráðabirgða. Nóg er af sumarbústöðum eða svo kölluðum heilsárshúsum sem fólkið gæti búið í. Einnig standa hús og íbúðir í stórum stíl auð hér í Reykjavík, svo dæmi séu nefnd.
Ég skora á ykkur að hefjast handa án tafar.

Ester Sveinbjarnardóttir frá Yzta-bæli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér og ekki veitir af að vekja máls á þessu, smá villa hjá þér þau eru með tvo litla gutta hjá sér en ég er sammála þér það á nátturulega að flytja fólkið í burtu og skepnurnar líka.

Sigrún (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:06

2 identicon

erum einmitt buin að vera að velta þessu fyrir okkur

afhverju eru ekki stórflutningar í gangi

Elisabet ÞÁMaack Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:13

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Haukur mágur minn var þarna fyrir austan í öskufallinu,ekki mikið úti, var að mestu að vinna inni við að laga hús fyrir hross. Hann er kominn með sár á höfuðuið eftir sýrudropana sem fylgja öskunni. Þvílíkt ástand, þetta er svo alvarlegt ástand og á okkar ábyrgð að hjálpa fólkinu og skepnunum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2010 kl. 11:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér, þyrfti að birtast víðar. Vona það besta en óttast það versta.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2010 kl. 16:37

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég vona auðvitað það besta, en það þarf að horfa á hlutina eins og þeir eru, ekki eins og við vildum að þeir væru. Það ríkir mikil neyð hjá mönnum og skepnum á þessu svæði og við því þarf að bregðast hið fyrsta.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2010 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband