Vetrarganga

Úr gönguspori úti krapar
úfið himinskaut.
Breiðan hvíta birtu skapar
bráðnar þegar sólar naut.

Ferskur vindur firna kalt
frostið bítur kinnar.
Eftir göngu ekki svalt
eflist máttur sálar þinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég ætla út að ganga á eftir.

Georg Eiður Arnarson, 14.3.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Frábærar vísur, og passar ágætlega við í dag. Ert þú yrkjandinn að þessu, þetta er flott.

Sigfús Sigurþórsson., 14.3.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk, já þessar eru eftir mig

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.3.2007 kl. 17:44

4 identicon

Út við hafið ennþá bjart,
inn til heiða skýið svart,
ólgar él svo enginn má,
úti lengur áttum ná.

Eygló Markúsdóttir

Eygló Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:55

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Flottar vísur.

Brynja Hjaltadóttir, 14.3.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband