Færsluflokkur: Ljóð
13.2.2007 | 22:37
Heimaey
Út fyrir úfið Atlandshaf
úrhellis rigning og rok
Heimaey' horfin í kaf
hvirflast upp sandur við fok.
Svona er útsýnið sandinum frá.
Sólin gjarnan í felum.
Hin Eyfellskasveit hulin og grá,
hvinur í grösugum melum.
Í fjarskanum rís fögur eyja
föngulegir menn að spranga.
Árni Johnsen með eyjapeyja
áfjáðir til kosninga ganga.
Ég er fædd og uppalin undir Eyjafjöllum og í tilefni innleggs frá kærum lesanda Georgs Eiðs Arnarsyni, þá kem ég með þetta innleg og vona að hann njóti vel.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.2.2007 | 16:38
Sólfarsvindur
Fýkur yfir fjöllin,
svo fagurt er.
Skríður yfir sandinn,
sólin þar til fer
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2007 | 07:23
Ég yrki stundum
Fegurð í háa fjallinu lá
Fínlega varpast í ægirsspegli
Leikur með litrófið báran þá
Líkast að hafið sig geifli
Fangin af fegurð er hugur minn
Fersklega leikur um víma
Þegar depurð þrengist inn
þá opna ég minningu mína
Ekkert við eigum fegurða þó
En ærlega hugsun og viðmót
Elska og einlægni færir ró
Í erli og dagsins umrót.
Ljóð | Breytt 13.2.2007 kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2007 | 22:33
Frændur kveðast á
Á sunnudögum sefur vært
í syndafleti
Á honum geta aðrir lært,
aðeins leti.
Leifur Auðunsson
Latur skrifar letingja við litla snilli
Latur hefur litla hylli
Latur flækist bæja á milli
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2007 | 11:50
Í tilefni þorrablóts
Ort af Bjargey Arnórsdóttur (fyrri partar) og Hallfríði Benediktsdóttur (seinni partar)
Þeir sem hafa söng í sál
saman geta hljómað.
Tæpt við okkar tungumál
tónlistin fær ómað
Veistu hvað er vitlausast
á veturnar að gera
Aka í byl sem ákafast
með alla skanka bera
Þeir sem elska þorrabólt
þykir gott að jéta
Súrarann pung og sviðafót
sumir kunna að meta.
Í botni gjarnan brestur er
sem böglað er við stöku.
Margur slíkur minnir hér
á misheppnaða köku
Fyrst að matur úldinn er
undur heilnæm fæða.
Þá er fullgott þér og mér
Þorramat að snæða.
Þegar ég fer á þorradans
þá er kvikað fæti.
Ekki hikað enginn stans
óstöðvandi læti.
Gott er að hafa gætni með
gleðinnar að njóta.
Þó verði aldrei við því séð
að valtur missi fóta.
Við skulum ekki villast á
vegum snæfi drifnum.
Kaldsamt yrði kroppnum þá
í kuldagöllum rifnum.
Norðan heiða næðir enn
næsta leiður vindur.
Karl að veiðum kemur senn
kapp við heiður bindur.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 17:13
Kann einhver aðra útgáfu af þessum húsgangi
Þegar vantar varmaföng,
vist og heyjaforðan.
Þorradægrin þykja löng,
þegar hann blæs að norðan.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2007 | 16:46
Egilssaga styttri
Egill sló og Egill hjó
Egill vó í hvelli
Egill hló og Egill bjó
Egill dó úr elli.Eygló Markúsdóttir
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)