Ég yrki stundum

Fegurð í háa fjallinu lá

Fínlega varpast í ægirsspegli

Leikur með litrófið báran þá

Líkast  að hafið sig geifli

 

Fangin af fegurð er hugur minn

Fersklega leikur um víma

Þegar depurð þrengist inn

þá opna ég minningu mína

 

Ekkert við eigum fegurða þó

En ærlega hugsun og viðmót

Elska og einlægni færir ró

Í erli og dagsins umrót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott að þú yrkir líka sjálf.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.2.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir það, ég yrki nú ekki mikið, en þú hefur eflaust heyrt góðar vísur hjá tengdarforeldrum þínum eftir pabba og mömmu, því Siggi og Sveinbjörn voru fermingabræður.

Ester Sveinbjarnardóttir, 12.2.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég þarf sannarlega að fá Sæunni til að leiða mig í allan sannleika um það. Mér fannst gaman að kynnast fermingarsystkinunum hans tengdapabba aðeins, fórum einu sinni með þeim í leikhús og hittum líka í fleiri skipti, góður hópur. Og svona að þú haldir áfram að yrkja. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.2.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband