Eyjafjallajökull

Hátt yfir hálendið gnæfir og tindana felur
hjúpar þá ísi og grjótharðri fönn.
Skreyttur Guðnasteini er styrkur þar dvelur
sérhverja dagstund um eilífðar önn.

Veður og vindur landslagið merkir
vetrarskrúði annar en sumarsins klæði.
Fanginn af fegurð er um leikur herkir,
flæðir um eins og jöklinum blæði.

Eyjafjallajökull reistur eyjunum frá
engu líkist fegurð hans sanna
er röðull í austrinu rís, fögur morgunbrá
reisn vekur upp meðal manna

 


 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Hanna Birna, takk fyrir umsögnina.  Þér er velkomið að prenta ljóðið út. 

kv. Ester

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.2.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Frábært þú klikkar ekki.Hvenær kemur bókin út,eða er hún kanski komin út?kv.Gea.

Georg Eiður Arnarson, 21.2.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæll Georg takk fyrir hólið, því miður engin bók, en setti einhverju sinni ljóð í tímaritið Húsfreyjuna.  Hef gaman af því að lesa ljóð en geri minna af því að yrkja.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.2.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Bókin á að heita,sunnlensk ljóð og skemtisögur.Taktu eina frá fyrir mig.kv.

Georg Eiður Arnarson, 21.2.2007 kl. 11:14

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það fór svona gæsahúð um mig við lesturinn, um kónginn okkar með hvítu kórónuna.

Þú bregst ekki , haltu áfram að yrkja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.2.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband