Neysluþjóðfélag

Breiðari vegir byggingar hækka
bráðara skap og afstaða þrengri.
Meiri eyðsla mótlæti lækkar
meinlegt, skilar ánægju engri.

Húsin stækka hallir við byggjum
heimilin öll af fólki þver.
Fjölskyldur minni og faðmlög þyggjum
fjarska sjaldan, því er ver.

Miðlum við málum á fjölbreyttan hátt
málefni leysast á mannlegum nótum.
Stressið og tímans skortur leikur oss grátt
stöndum en náum ei rótum.

Deginum núna deilum og markmið setjum
dásömum allt er lífið hefur.
Í andartakinu við aðeins getum
áorkað það sem eitthvað gefur.

Fortíðin í fjarska horfin,
ferðalag þanga minningabrot.
Framtíðin er forlögum sorfin
fjarska dulin heilabrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú hittir altaf í mark.kv.

Georg Eiður Arnarson, 22.2.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband