Vangaveltur

Hér kemur sönnun þess að einn heimskur maður getur spurt að því sem 10 vitringar geta ekki svarað. 

Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru ástfangin? 

Hvers vegna eru hermenn í borgarastyrjöld? 

Af hverju er síðasti söludagur á sýrðum rjóma? 

Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað? 

Eru haldin kaffihlé í teverksmiðjum? 

Af hverju kallast maður sem talar dónalega við konu karlrembusvín, en kona sem talar dónalega við karlmenn fær borgað á mínútuna? 

Hver er hraði myrkursins? 

Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti, Whiskas með fiski en ekki Whiskas með mús? 

Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur? 

Ef geðklofi hótar að fremja sjálfsmorð, kallast það þá gíslataka? 

Af hverju svarar símsvarinn aldrei þegar hann er spurður? 

Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað  með barnaolíuna? 

Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt? 

Af hverju eru seldar sígarettur á bensínstöðvum þegar það er bannað að reykja þar? 

Ef bannað er að aka bíl drukkinn, af hverju eru þá bílastæði við bari og  kaffihús?

Ef ekkert festist við Teflon-húð, hvernig er hún þá fest við pönnuna? 

Fá fiskar, eins og fólk, krampa ef þeir fara í sund strax eftir matinn? 

Hvað kallast plastið sem er á endum skóreimanna þinna? 

Af hverju er hægt að læsa búð sem er opin 24 klst 365 daga á ári? 

Svarti kassinn í flugvélum lifir öll slys af, af hverju er flugvélin sjálf ekki gerð úr sama efni? 

Eru vegvísar til blindraskólans á blindraletri? 

Hver fann upp á að mjólka kýr og hvað hélt hann að hann væri að gera þegar hann byrjaði á því? 

Af hverju finnur maður alltaf bara einn skó í vegarkantinum? 

Hvað verður um gúmmíið sem slitnar af hjólbörðunum?

Til hvers eru hvítu hálfmánarnir á nöglunum þínum? 

Brauðsneið dettur alltaf þannig að smjörið lendir á gólfinu. Hvað myndi gerast ef maður myndi binda brauðsneið á bakið á ketti og láta köttinn detta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það er kanski hægt að svara sumu  en ég ætla ekki að reina,ég bíð hinsvegar upp á litla og létta gátu.Hvað er það sem er hvítt á kvöldin ,bleikt að morgni,hverfur þegar birtir og sést aðeins þegar heyðskírt er og er ekki tunglið.kv.

Georg Eiður Arnarson, 22.2.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Stjörnurnar

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.2.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Norðurljósin eru hvít á kvöldin en rétt áður Sólin kemur upp hinum megin á hnettinum verða þau bleik,en hverfa þegar birtir.Undurfögur sjón.Kantu ljóð um norðurljósin.kv.

Georg Eiður Arnarson, 23.2.2007 kl. 09:04

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Svona er það þegar vitið er ekki meira en guð gaf.  Ég hef ekki séð norðurljósin á sumrin og reyndar ekki nema þegar það er gaddur á veturnar svo voru þau í öllum regnboganslitum á heimnum ef ég man rétt. ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.2.2007 kl. 09:41

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ekki efast ég um vitið,enda var þessi ómerkilega gáta búin til eftir sjónminni smábátasjómans um hávetur á sjónum við eyjar..kv.

Georg Eiður Arnarson, 23.2.2007 kl. 11:14

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er með fullt af vísnagátum inni á vefsíðu fyrirtækisins míns www.zedrus.is ef þú hefur gaman af því að ráða gátur. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.2.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta minnir mig á litinn frænda, sem setur spurningamerki á bak við allt, sem hann segir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 19:27

8 identicon

Athyglisverðar spurningar - og ekki veit ég svörin.

En til mótvægis verð ég að vera með smáleiðindi:

Að vera haldinn "geðklofa" er ekki það sama og að vera með "klofinn persónuleika" - einstaklingur haldinn geðklofa fær ofskynjanir.

Sá  (ekki sú) sem uppgötvaði mjólkun kúa, já...  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband