Færsluflokkur: Ljóð

Vaknar líf

Vorið kemur veitir yl,

vænkast allur gróður .

Ástin vaknar, átti fyl,

ástsæll klárinn góður.

Speki

Vísa þessi er eftir ókunnan höfund og segir margt

Að lifið sé fríðara langt út í geim,
vér látum oss tíðum dreyma.
En komumst síðar að sannleika þeim,
að það sælasta býður heima.


Tilfinningar

Sorgin í hjartanu situr

sækir á depurð og leiði.

Sál mín verður svo bitur

sársauki innan meiði.

 

Vorið sem vonir oft gefur

vekur ugg að lífið svíki

Sjúkdómur sem ekkert tefur

sækjir á þó engum líki.

 

Mannlegur máttur er lítill

margs er að spyrja.

Manstu er mætti okkur trítill!

Mér finnst lífið rétt að byrja.

 

Hvernig get ég hendur þínar varið,

háð mér þér varnarstríð?

Senn okkar stundir, allt farið

sannalega elska þig alla tíð.


Grænikallinn


Götuljósin ei göngufær, svo hokin,

grænikarlinn burt er strokin

eykur líf,

eða brutu hríf,

grjónagrautur maddömunnar þrotinn.

 

Árangur áfram ekkert stopp,

álframleiðsla upp í topp

eykur auð,

ekki snauð,

allir syngja europopp.


Vorverkin í garðinum.

Þó ég þykji í orðum fim,

þétt mín hugsun mælist.

Vísu yrkja og  vega lim,

af verkum góðum stælist.

Vitrun dagsins.

Ég heiminum skal breyta, hverju sem get

hugkvæmt er gærdagsins ráð.

Svo vitur í dag, sjálfa mig hvet

sjálfskoðun í, verð breytingum háð.


Blómin og ég.

Lífsins leyndardóm mig undrar,
liggja víða sannindi tær.
Fangin af fegurð þessarar stundar,

færist ég guðdómnum nær.

.

Týndu ei blómin til að geyma
tefur aðeins leiðina þína.
Líkast töfrum leyndra heima
laufga og blómga ævi mína.


Sumarboði

Við morgunsins værasta draum
vakna er fuglarnir syngja
Þeir dásama þýðunnar straum
þýðlega róminn sinn þyngja.

Hver dagur hefur sín fyrirheit
í hjartanu gleði og þrek.
Byggja sér bústað á fögrum reit
búast við æskunnar brek

Sumarið kom, sælunnar dagur
sem færði mér gleðina bjarta.
Sáttur hugur syngjandi fagur
skín kærleikans ástarhjarta.


Sumarboði II

Sumarið kemur og daginn lengir
storma út stúlkur og drengir
en kosninga vor
dregur úr þor
loforð stjórmálagarpanna rengir.

Fyrir hvern er Guð?

Í hjartanu finnum hugljúfa tóna,
hamingju og kærleikans lag.
Spilað af Guði fyrir séra og róna,
systur og bræður hvern dag.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband