Færsluflokkur: Ljóð

Framþróun lífs

"Hver sem reynir að ávinna líf sitt mun týna því, en hver sem týnir því mun varðveita það" Lúkas.

Fræið glatast, fyllist lífi á ný
fínlegt blóm þess ávöxt gefur.
Mannsins sjálf mun fyrir bý,
meðan hismið bindur hann og tefur.


Góður dagur

Góður dagur fyrirheit gefur

gleði og létta stund.

Einstakur með elsku hefur

eftirlátið glaða lund (ES).

 

Í hversdagsins huga raun

hefur á sér dularblæ

"hratt eins og hver ein baun

hristist í blænum og hlæ (EM)"

 

Í hversdagsins huga raun

hefur á sér dularblæ

mildi og máttug laun

minnist og hlæ.


Gullkorn!

Jafnvel hin afhöggna grein vex aftur, og máninn sem gengur undir kemur upp á ný.

Þessi þjóð

Þessi þjóð engu lík
þrasgjörn og stolt
Játar trú og jánkar pólitík
Jé minn er það holt?

 

Þessi þjóð engu lík
þrasgjörn og stolt,
ráðagóð og rík,
rakar saman volt.

 

Þessi þjóð engu lík
þrasgjörn og stolt
Álver og áana svík
áttum forðum holt.

 


Pálmasunnudagur

Sunnudagurinn fyrir páska.  Minningardagur um innreið Krists í Jerúsalem.  Í kaþólskum sið eru pálmaviðargreinar notaðar við guðsþjónustur þennan dag, og af því er nafnið dregið (sbr. Jóh. 12).

 

Í Jerúsalem Jesú reið,

jákvæður lýður fagnar

Pálmagreinar prýða leið,

prestur í laumi ragnar.

 

Dásamaður daginn þann,

dáður af öllum mönnum.

Á krossinum átti hann,

álas frá sömu tönnum.

 

Kærleikur er krafta mestur,

krýnir sál og allan brag.

Guð okkar gæsku bestur,

gengur í dauðann þennan dag.

 

En lífið eflist allra mest,

er upprisinn kom Kristur.

Ráðin gafstu, ræddir flest,

réttlæti og lífsins mistur.

 

 


Orð skulu standa.. botnuð vísa

Lóan er komin, hún léttir vort geð,
og lofar að senn komi spóinn.

Gróðurinn lifnar, grænkar beð

Gerir sér hreiður í blómstrandi móinn.

 


Uppeldi


Synir, mína sýn læra,

segi frá hjarta rótum,

aðeins vil ég gott færa,

arfleið sem við njótum.

 

Maðurinn sem með þér deilir,

móðurást ungur hlaut.

Þannig verða þeir heilir,

þroskaðir karlar á lífsinsbraut.


Vatnið og ég!

Get ég gengið á vatni?

gert mér vín úr legi?

Líkur fyrir í frosti frosti batni,

feta spor á íssins vegi.

 

Vín má vinnar úr geri

varma og byggi,

sykri og sætu beri,

sælu dropinn tryggi.


Hugsa til þín

Forlögin færðu okkur saman
finlegir þræðir örlög ófu.
Lífið einfalt, lán og gaman,
leyndar þrár í hjartað grófu.

Í brjósti mínu bjó uggur þungur
bægði frá mér slíkri vá.
Ástin um eilífð þú sífellt ungur
átti í mér hverja tá.

Hugsa um góðar heitar stundir,
hélstu mér í örmum þínum.
Þokukennt um þessar mundir,
þær hverfa augum mínum.

Traustið brást trega mest,
tryggt í heimi ekki neitt
Framtíðarplönin hurfu flest,
fyrirheitin það var leitt.

Í tómið stari tíminn líður
tekur í burtu og gefur nýtt.
Margar sorgir minningar líka,
mörg er leiðin býsna grýtt.

Við munum víst í burtu fara
vinur eftir þessa för
Einhver hugsar eflaust bara,
ekki sigla burt úr vör.


Tíminn er afstæður!

Tíminn líður telur nú

taktfast á sama róli.

Mikið stuttur mælist þú,

mildur svefn í bóli. 

 

Á skemmtun stundin flogin

sveipuð í minningu eina.

Leiðist öðrum, lullar vogin,

löng er biðin þeim sem reyna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband