Tilfinningar

Sorgin í hjartanu situr

sækir á depurð og leiði.

Sál mín verður svo bitur

sársauki innan meiði.

 

Vorið sem vonir oft gefur

vekur ugg að lífið svíki

Sjúkdómur sem ekkert tefur

sækjir á þó engum líki.

 

Mannlegur máttur er lítill

margs er að spyrja.

Manstu er mætti okkur trítill!

Mér finnst lífið rétt að byrja.

 

Hvernig get ég hendur þínar varið,

háð mér þér varnarstríð?

Senn okkar stundir, allt farið

sannalega elska þig alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

En fallegt og tilfinningaríkt ljóð Ester. Vona að allt sé í lagi hjá þér og þínum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.5.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gangi þér vel.

Vilborg Traustadóttir, 3.5.2007 kl. 22:12

3 identicon

Takk fyrir ljóðið Ester. Veit um ljúfa og fallega tónlist sem nærir, full af fallegum tilfinningum, hún er í tónlistarspilaranum mínum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:39

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir kæru bloggvinkonur, ég á veika móður og var ekki sátt við þær fréttir sem við fengum í dag.  En vonin er sterk og maður verður að treysta á það besta.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.5.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Ólafur fannberg

gott ljóð

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 23:50

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 4.5.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband