Færsluflokkur: Grín
1.8.2008 | 08:41
Þýðing á íslenskum orðatiltækum á ensku
1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there wont do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from the mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
6. Everythings going on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. Hes comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. Are you completely from you = Ertu alveg frá þér!
Grín | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 19:52
Maður í loftbelg.
Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: Afsakið, geturðu hjálpað mér? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.
Konan svaraði: Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. Og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. Og 60. vestlægrar lengdargráðu.
Þú hlýtur að vinna við tölvur, sagði loftbelgsmaðurinn.
Það geri ég, svaraði konan. Hvernig vissirðu það ?
Nú, svaraði maðurinn, allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp að þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.
Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.
Já, sagði maðurinn. En hvernig vissir þú það?
Nú, sagði konan, þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.
Grín | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2008 | 19:50
Hlutabréfamarkaðurinn
Í þorpi einu birtist einu sinni maður og kvaðst vilja kaupa apa af þorpsbúum
á 1000 krónur stykkið.
Þar sem mikið var um apa í nágrenni þorpsins, fóru þorpsbúar að veiða apana
og selja manninum þá.
Maðurinn keypti þúsundir apa af þorpsbúum á 1000 krónur, en þegar framboðið
fór að minnka, bauðst maðurinn til að borga 2000 krónur fyrir apann. Aftur
jókst framboðið um tíma, en síðan minnkaði það enn frekar og hætti síðan
alveg þar sem erfiðara var fyrir þorpsbúa að finna fleiri apa til að selja.
Maðurinn tilkynnti þá að hann mundi borga 5000 krónur fyrir hvern apa sem
hann fengi, en hann þyrfti að skreppa frá í smá tíma og aðstoðarmaður hans
mundi sjá um kaupin á meðan.
Eftir að maðurinn var farinn, hóaði aðstoðarmaðurinn þorpsbúum saman og
bauðst til að selja því apana, sem voru geymdir í búrum, á 3500 krónur
stykkið. Fólkið gæti svo þegar maðurinn kæmi aftur selt honum apana á 5000
krónur. Þorpsbúar söfnuðu því saman öllu sínu sparifé og keyptu apana af
aðstoðarmanninum.
Síðan hefur ekkert spurst til mannsins eða aðstoðarmannsins.
Núna veistu allt um hvernig hlutabréfamarkaðurinn virkar.
Grín | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2008 | 22:16
Grín
Nú þegar árið 2007 hefur runnið sitt skeið, langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar upp að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur. en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000$ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið "exclusivur" þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að
deilda 7 milljónum$ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa! Alveg sérstök sál.
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir.
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl. 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kameldýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil.
(Fékk þetta sent með tölvupósti. Höfundur óþekk(t)ur)
Grín | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2007 | 02:48
Góðir synir
Þrír synir afar guðhræddrar móður fóru að heiman til að spreyta sig á lífinu.
Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.
Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar
sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.
"Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.
"Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.
"Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. "Þið munið hvað mamma hafði mikla unun
af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla utan að.
Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers
og þá fer páfagaukurinn með textann."
Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.
Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
"Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."
Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
"Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni."
Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
"Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir
hvernig ætti að gleðja hana móður þína.
Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti!"
Grín | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2007 | 21:25
Kuldaþol Íslendinga
+15°C Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga. Íslendingar liggja í sólbaði. +10°C Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. Íslendingar planta blómum í garðana sína. +5°C Bílar á Ítalíu neita að fara í gang. Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni. 0°C Eimað vatn frýs. Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra. -5°C Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða. Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á. -10°C Bretar byrja að kynda húsin sín. Íslendingar byrja að nota langerma boli. -20°C Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð! -30°C Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. Íslendingar hætta að þurrka þvott úti. -40°C París byrjar að gefa eftir kuldanum. Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana. -50°C Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum. Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri. -60°C Mývatn frýs. Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við. -70°C Jólasveinninn heldur í suðurátt. Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti. Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar. -183°C Örverur í mat lifa ekki af. Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum. -273°C Öll atóm staðnæmast vegna kulda! Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti. -300°C Helvíti frýs! Ísland vinnur Eurovision!
Grín | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2007 | 19:03
Auður í hendi.
Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.
Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann,
um að opna sparireikning: "þetta eru miklir peningar, þú skilur."
Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans
-viðskiptavinurinn er konungur!!!
Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.
Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna
fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan allir þessir
peningar kæmu.
"Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur
- hvernig stendur á því?"
Gamla konan svaraði honum "Mjög einfalt. Ég veðja!"
"Veðjar?" spurði bankastjórinn, "hvers konar veðmál?"
Gamla konan svaraði: "Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig,
uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!"
Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: "Það er fáránlegt! Á þennan hátt
getur þú aldrei unnið svona mikla peninga."
"Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn
peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?"
"Auðvitað!" svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.
"Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð."
Gamla konan svaraði: "Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má
ég þá koma við á morgun, kl. 10:00 með lögfræðinginn minn , svo að við
höfum líka vitni?"
"Auðvitað!" Bankastjórinn samþykkti.
Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á
sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með
hjálp einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið,
alveg viss!
Morguninn eftir kom gamla konan, kl. 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn.
Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000
evrur.
Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki
ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að
skoða málið (punginn) einu sinni.
Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði
punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við
eistun.
Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.
"O.K." sagði bankastjórinn öruggur.
"Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss."
Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.
Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að berja
hausnum á sér við vegginn.
Bankastjórinn spurði konuna: "Hvað er að lögfræðingnum þínum?"
Hún svaraði: "Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að ég
skildi í dag kl. 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér."
Grín | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2007 | 00:13
Einn góður
verkfræðingar.
Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo:
"Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara
niður".
--"En en, ég er verkfræðingur..."
"Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".
Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.
Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa
átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis.
Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni.
Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."
Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur,
hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".
Þá varð Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var
ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og
brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við
komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki
hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá
okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".
"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig !"
"-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."
Grín | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 13:35
Föstudagsgrín
Grín | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2007 | 04:27
Af láni og lánleysi.
Ég er búin að vera ótrúlega heppin síðustu vikur. Ég var valin úr hópi margra til að hjálpa til að ná út 45 milljónum evra sem urðu innlixa í Íraksstríðinu , búin að vinna í Asíulottói, Bresku lottó, lottói frá Kanada og nefndu það bara. En svo fékk ég líka e-mail frá Willlam Bean sem er að senda mér 1.500.000 USD fyrir aðstoðina sem ég veitti honum.
En þegar ég fékk e-mail frá vesalings manninum sem misst hafði annað augað höndina við olnboga, þurfti að fara í nýrnavél í hverri viku og sér fyrir 7 ungum börnum og lamaðir konu, þá gat ég ekki annað en sent honum e-mail með vinningunum mínum, afsala mér öllu góssinu til hans.
"All for you my friend" Og þrátt fyrir að hafa misst af miklum lúxus finn ég í hjarta mínu mikinn fögnuð yfir því að hafa unnið góðverk sem ég get verið stolt af.
Er hnattvæðingin ekki dásamleg!
Grín | Breytt s.d. kl. 04:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)