Færsluflokkur: Grín

MANSTU!

Vildir þú ekki stundum óska að þú gætir farið aftur í tímann þegar .....

Ákvarðanir voru teknar með því að nota

"Úllen dúllen doff" eða "Ugla sat á kvisti"?

Peningamál voru afgreidd af þeim sem var bankastjórinn í Matador.

Hægt var að gleyma sér tímunum saman við að blása á biðukollur og eltast við fiðrildi.

Það þótti ekkert athugavert við það að eiga tvo til þrjá "bestu" vini.

Það að vera "gamall" átti við hvern þann sem kominn var yfir tvítugt.

Pabba tókst að láta þumalinn á sér hverfa og birtast til skiptis.

Brennó þótti merkilegra en nokkur íþróttagrein.

Þeir sem voru "vopnaður" í skólanum voru þeir sem voru með teygjubyssur.

Engin(n) var fallegri en mamma.

Pabbi var sterkasti maður í heimi.

Sár gréru með einum kossi.

Fyrsti vetrarsnjórinn olli óendanlegri gleði.

Fimmtudagskvöldin voru "öðruvísi" af því að það var ekkert sjónvarp og fólk eyddi meiri tíma í að tala saman.

Þú fékkst dót fyrir að vera dugleg(ur) hjá tannlækninum.

Það vandræðalegasta sem gat komið fyrir þig var að vera valinn síðastur í brennóliðið.

Eldri systkini þín voru þínir gátu kvalið þig enda- laust, en voru jafnframt fyrst til að vernda þig.

ABBA myndir voru verðmeiri en nokkur hlutabréf.

Það að snúa sér hring eftir hring eftir hring var nóg til þess að fá klukkutíma hláturkast.

Loforð um að fá ís var nóg til þess að þú kláraðir matinn þinn. 

 

 

Ef þú kannast við meirihlutann af þessu, þá hefurðu LIFAÐ!!

Konur

Þegar Guð skapaði konuna vann hann seint á sjötta degi þegar engill kom að og sagði við hann:  „Því að eyða svona miklum tíma í þetta?"

Og Drottinn svaraði „ Hefurðu ekki séð upptalninguna á því sem ég  þarf að gera til að skapa hana?"

"Hún þarf að vera vatnsheld en þó ekki úr plasti, hafa meira en   200 hreyfanlega hluta sem alla þarf að vera hægt að skipta um og   hún þarf að geta framleitt hvaða mat sem er, hún þarf að geta   faðmað mörg börn í einu og gefið faðmlag sem eitt og sér læknar   allt frá skrámu til ástarsorgar. Þetta allt þarf hún að gera og   það með aðeins tvær

hendur"

Engillinn varð mjög hrifinn og sagði:

"Bara tvær hendur...það er ómögulegt!"     „Og þetta er bara venjulegt eintak?!"

"Þetta er allt of mikil vinna sem þú klárar ekki í dag, geymdu  þetta þangað til á morgun og kláraðu hana þá"

"Það geri ég ekki" svaraði Drottinn. "Ég er svo nálægt því að  fullgera þetta sköpunarverk sem mun eiga séstakann stað í hjarta   mér.

Hún læknar sig sjálf þegar hún veikist og hún getur unnið 18   tíma á dag".

Engillinn kom nú nær og snerti konuna.

"En þú hefur gert hana svo mjúka Drottinn" sagði hann svo.  "Hún er mjúk", svaraði Drottinn, "En ég hef einnig gert hana sterka því þú getur ekki ímyndað þér hvað hún þarf að ganga í gegn   um og þola. 

Getur hún hugsað?" spurði engillinn.

Drottinn svaraði:

"Hún getur ekki aðeins hugsað heldur einnig rökrætt og staðið í  samningum."

 Engillinn snerti vanga konunar....

"Drottinn, það lítur út fyrir að sköpunarverkið leki! Þú hlýtur að  hafa lagt of miklar byrðar á hana."

"Hún lekur ekki....þetta er tár" leiðrétti Drottinn

 "Til hvers er það?" spurði engillinn.

 Drottinn svaraði:

"Tárin eru hennar leið til að láta í ljós sorg sína, efa sinn, ást  sína, einsemd sína, þjáningu sína og stolt sitt."

 Þetta hafði mikil áhrif á Engillinn sem sagði „Drottinn þú ert snillingur!Þú hefur hugsað fyrir öllu. Þessi kona   er stórkostlegt!"

 Og Drottinn svaraði englinum:   Það er hún svo sannarlega!   Konan býr yfir slíkum styrk að mestu karlmenni undrast hann. Hún  tekst á við hvaða vandræði og getur borið þungar byrgðar á herðum  sér. Hún hefur í hendi sér hamingju, ást og ætlanir. Hún brosir   þegarhana langar að öskra. Hún syngur þegar hana langar að gráta,   grætur þegar hún er hamingjusöm og hlær þegar hún er hrædd .

 Hún berst fyrir því sem hún trúir á. Hún berst við ranglæti. Hún  tekur ekki „nei" sem gilt svar þegar hún sér betri lausn. Hún   gefursjálfa sig svo fjölskyldan geti dafnað. Hún fer með vini   sína tillæknis ef hún óttast um þá.

Ást hennar er skilyrðislaus.

Hún grætur þegar börnin hennar eru sigursæl. Hún er glöð þegar   vinum hennar gengur vel. Hún gleðst þegar hún heyrir af barnsfæðingum og brúðkaupum.

Hjarta hennar brestur þegar ættingi eða vinur fellur frá.En hún  finnur styrk til þess að takast áfram á við lífið.Hún veit að faðmlag og kossar geta læknað brostið hjarta.

Það er aðeins einn galli á henni, sagði Drottinn að lokum:

 

 Hún gleymir því hversu stórkostleg hún er...

 


Sandalar eða kuldaskór?

Það var einu sinni maður sem fór til að kaupa sér skó. Hann gekk niður Laugaveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð áður.  Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji, sem var klæddur í sari (týpíska indverska múnderningu).

Indverjinn segir: "Góður dagur"
"Góðan dag" svarar maðurinn, "ég er kominn til að kaupa kuldaskó"
"Nei, nei, þú kaupa sandalur " segir indverjinn.
"Nei, hvað það er að vetur, ég hef ekkert við sandala að gera, mig vantar kuldaskó" endurtekur maðurinn.
"Þú vantar sandalur, sandalur gera þig graður" segir Indverjinn og hneigir sig.
"Gera sandalar mig graðan?" hváir maðurinn.
"Já" segir Indverjinn og réttir honum sandala.

Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg eins prófað þetta og tekur við þeim. Eitthvað gekk honum nú illa að koma sér í skóna, enda aldrei áður farið í sandala, en um leið og þeir voru komnir á fætur hans finnur hann þessa líka svakalegur greddu koma yfir sig og hann bara ræður ekki við þörfina.   Hann rýkur á Indverjann, kippir kuflinum upp og ætlar bara að fá sér einn stuttan.
Þá argar Indverjinn upp yfir sig: "Nei, nei, nei, þú vera í krummafótur!

Jeriko

Óli var í spurningum og presturinn spurði, börnin hvort þau vissu hver rústað hefði Jeriko.  Öll sátu börnin hljóð, þar til hann spurði Óla, en hann sagðist ekki vita það en hann hefði ekki gert það. Presti þótti þetta óttarleg fáfræði, hringdi í móður Óla vegna þessa.  Mamma Óla sagði presti að hann mætt trúa því að ef Óli hefði ekki sagst hafa gert þetta þá væri hún viss um að strákur hefði ekki gert það.
Nú gekk alveg yfir prest og hann ákvað að taka þetta upp á safnaðarnefndarfundi.  Þegar hann hafði sagt söguna varð drykklöng þögn uns formaður safnaðarnefndar sagði, úr því foreldrar drengsins taka svona í þetta legg ég til að skemmdirnar verði greiddar úr safnaðarsjóði.


Að gjalda keisaranum það sem keisarans er!

Prestur og ung kona sitja saman í flugvél á leið til Íslands frá Bandaríkjunum.  Þau eru að tala saman um það hvernig fríið þeirra hafi verið.  Unga konan segir við prestinn rétt undir lok flugsins:"æi veistu ég er svo hrædd um að vera stoppuð í tollinum því ég keypti mér svo dýra hárþurrku úti, svo góð og lítil, ég var að velta því fyrir mér hvort að þú gætir smyglað henni til landsins fyrir mig?"... Presturinn segir við konuna: "jú barnið mitt ég gæti það en eitt sem ég mun ekki gera fyrir þig þá er það að ljúga fyrir þig." það var allt í lagi, hann stingur þurrkunni undir kuflinn. Við tollinn fer konan í gegn og engin vandræði en þegar kemur að prestinum er hann spurður hvort hann hafi eitthvað tollskyllt. "Ekki frá mitti og upp úr nei" segir presturinn. "Nú hvað ertu þá með fyrir neðan mitti?" segir tollarinn... "Fyrir neðan mitti hef ég háþróað öflugt tæki sem hannað er til þess að þjóna konum en er enn sem komið er ónotað"...

9 mánuðum seinna

 

Eitt sinn ákváðu Jói og Siggi að fara á skíði saman. Þeir lögðu af stað frá heimili Jóa á litla sendiferðabílnum hans og héldu norður í land. Eftir að hafa keyrt í nokkra tíma gerði alveg heiftarlegan skafrenning og þeir festu bílinn. Þeir brutust gegnum hríðina heim að bóndabæ sem var rétt hjá og spurðu mjög aðlaðandi konu sem kom til dyra þegar þeir bönkuðu hvort þeir mættu gista. "Ég veit að það er alveg hræðilegt veður og ég hef nægt húsaskjól, en ég er nýlega orðin ekkja " útskýrði hún , "og ég er hrædd um að nágrannarnir færu að krunka eitthvað ef ég leyfði ykkur að gista. Og það er ég ekki tilbúin í." "Ekki hafa áhyggjur, " sagði Jói, "við yrðum mjög ánægðir ef við fengjum að gista í hlöðunni, og ef veðrinu slotar þá förum við strax og kettinum verður setuljóst. Kona samþykkti þetta og Jói og Siggi héldu til hlöðunnar og sofnuðu vært. Um morguninn var veðrið gengið niður og þeir losuðu bílinn og héldu til skíða. Þetta varð hin besta skíðhelgi. U.þ.b. 9 mánuðum seinna fékk Jói óvænt bréf í pósti frá lögfræðiskrifstofu. Það tók Jóa smá stund að átta sig á bréfinu, en sá þó fyrir rest að það var frá lögfræðingi ekkjunnar aðlaðandi sem þeir höfðu hitt skíðahelgina góðu. Jói heimsótti vin sinn Sigga og spurði hann: "Siggi, Þú manst eftir fallegu ekkjunni á bóndabænum sem við gistum á skíðahelgina góðu fyrir norðan." " Já" sagði Siggi. "Ég man eftir henni." "Getur verið" hélt Jói áfram "að þú hafir vaknað upp um nóttina og farið inn í hús og laumast upp í rúm til hennar." "Já" sagði Siggi vandræðalegur yfir því að Jói væri búinn að komast að öllu saman, "ég verð að viðurkenna það að ég gerði það." "Og notaðir þú mitt nafn þegar þú sagðir henni hvað þú hétir?" Siggi eldroðnaði, "Já, fyrirgefðu vinur, ég gerði það víst. En af hverju spyrðu?" "Það er óþarfi að afsaka elsku kallinn minn. Hún var nefnilega að gefa upp öndina og erfði mig að öllu sínu." Og þú hélst að þessi saga endaði öðruvísi. Var það ekki?


Það er nú það

Abbadísin var að tala við  systir Maríu: "Systir María, ef þú værir á gangi um nótt í miðbænum og það myndi ráðast á þig maður með  dónalegt  atferli í huga, hvað myndir þú  gera?"

 Systir María svarar: "Ég myndi lyfta kuflinum, kæra  abbadís."

 Abbadísin er nú svolítið hneyksluð á þessu: "Og hvað  myndirðu  gera næst?"

 "Ég myndi segja honum að gyrða buxurnar niður um  sig." Abbadísin ennþá hneykslaðri: "Bíddu, og hvað?"

 "Ég myndi hlaupa í burtu, ég hleyp miklu hraðar með  kuflinn uppi en hann með buxurnar á hælunum.



Vangaveltur

Hér kemur sönnun þess að einn heimskur maður getur spurt að því sem 10 vitringar geta ekki svarað. 

Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru ástfangin? 

Hvers vegna eru hermenn í borgarastyrjöld? 

Af hverju er síðasti söludagur á sýrðum rjóma? 

Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað? 

Eru haldin kaffihlé í teverksmiðjum? 

Af hverju kallast maður sem talar dónalega við konu karlrembusvín, en kona sem talar dónalega við karlmenn fær borgað á mínútuna? 

Hver er hraði myrkursins? 

Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti, Whiskas með fiski en ekki Whiskas með mús? 

Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur? 

Ef geðklofi hótar að fremja sjálfsmorð, kallast það þá gíslataka? 

Af hverju svarar símsvarinn aldrei þegar hann er spurður? 

Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað  með barnaolíuna? 

Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt? 

Af hverju eru seldar sígarettur á bensínstöðvum þegar það er bannað að reykja þar? 

Ef bannað er að aka bíl drukkinn, af hverju eru þá bílastæði við bari og  kaffihús?

Ef ekkert festist við Teflon-húð, hvernig er hún þá fest við pönnuna? 

Fá fiskar, eins og fólk, krampa ef þeir fara í sund strax eftir matinn? 

Hvað kallast plastið sem er á endum skóreimanna þinna? 

Af hverju er hægt að læsa búð sem er opin 24 klst 365 daga á ári? 

Svarti kassinn í flugvélum lifir öll slys af, af hverju er flugvélin sjálf ekki gerð úr sama efni? 

Eru vegvísar til blindraskólans á blindraletri? 

Hver fann upp á að mjólka kýr og hvað hélt hann að hann væri að gera þegar hann byrjaði á því? 

Af hverju finnur maður alltaf bara einn skó í vegarkantinum? 

Hvað verður um gúmmíið sem slitnar af hjólbörðunum?

Til hvers eru hvítu hálfmánarnir á nöglunum þínum? 

Brauðsneið dettur alltaf þannig að smjörið lendir á gólfinu. Hvað myndi gerast ef maður myndi binda brauðsneið á bakið á ketti og láta köttinn detta?


Ó já

Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund: "Do not use on children under 6 months old." (auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7 mánaða!!!).

Leiðbeiningar á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping" (Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér).

Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu: "Use like regular soap" (Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?)

Á umbúðum af SWANN frystimat:  "Serving suggestion: Defrost" (Mundu samt...þetta er bara uppástunga).

Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head."  (Sérðu ekki fyrir þér...einhverja tvo vitleysinga... með eina baðhettu...).

Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur: "Do not turn upside down." (Úps, of seinn)

Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer: "Product will be hot after heating." (Það er nefnilega það)

Á pakkningum á Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body." (En myndi það nú ekki spara mikinn tíma!).

Á hóstameðali fyrir börn frá Boots: "Do not drive car or operate machinery" (Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á lyftaranum þegar hann kemur heim).

Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness" (Maður skyldi nú rétt vona það!).

Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig: "Warning keep OUT OF children" (oký dókí!!!)

Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only" (En ekki hvar...???).

Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other use." (Ok...núna er ég orðinn mjög forvitin).

Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning:contains nuts"  (Jamm... ég fer mjög varlega).

Á poka af  hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta:  "Instructions: open packet, eat nuts"

(Imbafrítt eða hvað?).

Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "Munið að þvo liti aðskilda" (Ehhh...já...áttu nokkuð skæri).

Leiðbeiningar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju" Málið er, að til að geta lesið leiðbeingarnar verður þú að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur...

Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður.

Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included" (Ohhhhh.......ég sem var farin að hlakka svo til að eignast vin).

Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes"

(Aaaa...einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra út af).

Lítill miði var festur á "Superman" búning, á honum stóð: "Warning: This cape will not make you fly" (Núúúúú...þá kaupi ég hann ekki).

Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the rotating chain" (Er það ekki nú nokkuð ljóst..haaaa??).

Eitt sem ég skil ekki "Waterproof" maskarar...á þeim stendur:> "Washes off easily with water"

(Hmmm...hver er þá tilgangurinn?). 


Að ljúga eða ljúga ekki!

Dag einn, þegar saumakonan sat og vann á árbakkanum, þá missti hún fingurbjörgina sína útí ána. Hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu og henni til mikillar undurnar birtist Drottinn sjálfur og spurði: Hvers vegna grætur þú ?  Saumakonan svaraði að fingurbjörgin hennar hefði fallið í vatnið og hún þyrfti á fingurbjörginni að halda svo hún gæti aðstoða bónda sinn við að afla tekna til heimilisins.

Drottinn hvarf ofan í vatnið og kom til baka með gullfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn. Saumakonan svaraði neitandi og þá hvarf Drottinn aftur í vatnið og kom upp með demantsfingurbjörg. "Er þetta fingurbjörgin þín?" spurði Drottinn en saumkonan neitaði því. Enn hvarf drottinn ofan í vatnið og kom nú upp með silfurfingurbjörg og spurði hvort þetta væri sú rétta og saumakonan jánkaði því. Drottinn var mjög ánægður með sannsögli konunnar og færði hennir allar fingurbjargirnar þrjár til eignar að launum, og saumkonan hélt glöð heim á leið.

Nokkru síðar þegar saumakonan var á göngu eftir árbakkanum með eiginmanni sínum, datt hann í ána. Þegar hún hrópaði upp yfir sig í örvæntingu, birtist Drottinn enn á ný og spurði hvers vegna hún gréti? "Æi guð, maðurinn minn datt í ána". Guð stakk sér í ána og kom til baka með Mel Gibson. "Er þetta eiginmaður þinn?" spurði hann. "Já" hrópaði saumakonan. Drottinn reiddist. "Þú lýgur" sagði hann. "Æ, fyrirgefðu Drottinn, þetta á sér sínar skýringar. Sjáðu til, ef ég hefði sagt nei við Mel Gibsons, hefðir þú næst komið með Tom Cruise og ef ég hefði sagt nei við honum, þá hefir þú komið með eiginmann minn. Ef ég hefði sagt já við honum þá hefðir þú gefið mér þá alla þrjá og þar sem ég er ekki lengur eins hress og ég var þegar ég var yngri hefði ég aldrei getað sinnt þeim öllum þremur. Þess vegna sagði ég já við Mel Gibson.

Mórall sögunnar: Þegar konur ljúga, er það af heiðvirðum ástæðum og öðrum til heilla.
Þetta er okkar skoðun og við stöndum við hana!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband