Tíminn, þrautirnar og ég

Tímann að tefla í vanda,
tel ég lánið mitt best.
Raunir í rauntíma standa,
ræð við það flest.

Birgðir á bakinu þínu,
berðu ei fortíðar þraut.
Gerðu ei gagnlausa pínu,
gjörðir á liðinni braut.

Framtíðin falin þér sýnum,
fegurð sem dulin er mér.
Áhyggjur villir á tímum,
annað svo dagurinn ber.

Best er bjartsýni að veita,
brosa og ætla sér gnótt.
Hamingju hampa og leita,
hvern dag og sérhverja nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hver yrkir svona vel Ester?? Helgarkveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flott ort Ester.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndislegt ljóð.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sælar allar takk fyrir.  Þetta ljóð er eftir mig eins og öll þau ljóð sem ég birti hérna og er ekki skrifað undir höfunarnafn.kv. Ester

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.9.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband