24.3.2007 | 23:52
Innflytjendur
Aldrei hefur verið eins mikil aukning á innflytjendum til íslands og á sl. mánuðum. Fólkið kemur víða að og fær atvinnu að mestu í verkamannavinnu, við iðngreinar, í umönnunarstörfum margs konar. Á sunnudögum þegar ég fer í verslanir heyri ég varla lengur á tal íslendinga, allir virðast af erlendu bergi brotnir. Það er áhyggjumál að ekki skuli betur staðið að íslenskukennslu til nýbúa. Hér eru farin að myndast hópar innflytjenda sem hafa kanski bara örfáa í kringum sig sem tala íslenskuna og eiga erfitt með að aðlagast af þeim sökum.
Í allri þessari tæknimenningu ætti að vera auðvelt mál fyrir ríkið að útvega kennslu efni sem hægt væri fyrir innflytjendur að nálgast í gegnum Internetið. Í upphafi komu nýbúa til landsins eiga þeir að fá grunnkennslu í íslensku og kynningu á mannréttindum sínum sem nýbúar á íslandi. Síðar væri hægt að aðstoða þá til þess að öðlast meiri þekkingu í gegnum Internetið.
Mikið af innflytjendum er hörkuduglegt fólk sem skilar góðu dagsverki til handa þjóðinni og eiga því rétt á því að fá þessa lágmarks þjónustu þeim að kostnaðarlausu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Ester.
Góð hugleiðing, það hvoru tveggja þarf og verður að horfa á það atriði að fólk af erlendu bergi brotið fái þess notið að geta verið þáttakendur í íslensku samfélagi og forsenda þess er tungumálið sem talað er í landinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2007 kl. 02:12
Það sem hefur verið mikið vandamál varðandi nýbúa er að nokkuð hefur verið um það að atvinnurekendur hafa brotið gróflega á réttindum nýbúa og það aftur orðið til að laun hafa lækkað í sumum starfsstéttum. Með fræðslu er hægt að girða fyrir slíka misnoktun og draga úr þeirri úlfúð sem slíkt hátterni skapar.
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 07:46
Ester, þú verður bara að fara í framboð.
Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 12:12
Takk fyrir hvatninguna Georg, en það er sennilega of seint fyrir mig að stofna flokk á landsvísu fyrir komandi kosningar, en ég get eftir sem áður vakið athygli á þeim þjóðfélagsmálum sem brenna á mér.
Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 12:39
Þessi mál brenna á öllum , Aðrir flokkar en Frjálslyndir vilja ekki ræða mál nýbúa. Hræðslan við að fá á sig Rassistastympil er mikill. Ester ekki koma með nýan flokk við þurfum ekki að fara í framboð til að hafa skoðun.Ps, sennilega mindi ég samt kjósa þig.
Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.