Ónýt fiskveiðistefna enn keyrð áfram !!!!!!!!!!

Þær hörmungar sem hafa fylgt í kjölfar rangrar fiskveiðistefnu stjórnvalda hefur þýtt hrun og atvinnuleysi á áður blómlegum byggðum landsins.  Almenningur þar hefur þurft að horfa á fasteignir sínar verða verðlausar og óseljanlegar, þegar kvótabarónar hafa selt kvótann úr heimabyggð.  Umhverfisvænar veiðar eins og hjá krókabátum hefur verið litið hornauga og sífellt unnið að því að draga úr þeim, sem skítur nokku skökku við á sama tíma og mikil fylgisveifla almennings er horft til umhverfismála og þess að ganga af virðingu um auðlindir þjóðarinnar.

Framleiga kvóta er hneyksli þar sem kvótaeigendur hafa mun meira í sinn vasa fyrir hvern veiddann fisk en sjómaðurinn sem fer út og aflar hans.  Hvers lags öfugstefna er þetta, ætlar vitleysan aldrei neinn endi að taka, eru ekki til alvöru stjórnmálamenn sem hafa þor til að taka á þessum málum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

það á að banna sölu og leigu á fiskveiðiheimildum.Auka kvótann um 20-30 tonn og afhenda hann sem byggðakvóta til hinna smáu sjávarbyggða.Þeir sem ekki geta fiskað þann kvóta sem þeir hafa fengið úthlutað á að skilast til Fiskistofu,sem úthlutar honum sem byggðakvóta.Byggðakvóti verður staðbundin á sínu byggðalagi og ekki framseljanlegur.Þannig vill ég hafa þetta og vonandi líka Samfylkingin

Kristján Pétursson, 25.3.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er sammála því að kvótinn á að vera bundinn við byggðalög og hann á ekki að vera hægt að leigja frá sér, það er ótækt að þeir sem ekki vinna í greininni skuli hagnast á veiðunum.  Það hefur enginn stjórnmálaflokkur viljað gera eitt eða neitt í þessum málum.  Kvótinn var gefinn á sínum tíma og er því í raun sameign þjóðarinnar ekki einkaeign.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.3.2007 kl. 07:42

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Frjálslyndi Flokkurinn.

Georg Eiður Arnarson, 25.3.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband