Færsluflokkur: Nytsemi jurta
24.3.2007 | 20:16
Kornsúra. (Bistorta vivipara)
Jurtin gefur hlífðarhúð (hrúðrar) og styrkir, hún er því góð við blæðingum og niðurgangi. Hægt er að búa til seyði úr rótinni, sem drekka skal hálfan bolla af í senn, 4 sinnum á dag. Af dufti rótarinnar skal taka eina teskeið, þrisvar á dag með vatni eða mysu. Gott er að sáldra duftinu í opin illa lyktandi vessafull sár. Það dregur úr blæðingum í skurðum. Sé fræ jurtarinnar þurrkað er t.d. hægt að sjóða það í mjólk, er seðjandi og ekki svo ólík bóghveit, sem er af súruætt eins og kornsúran. Úr rótinni má lita svar, ef hún er soðin með járnoxið, sem fæst sumstaðar hérlendist t.d. á Reykjanesi.
Kornsúran er mjög algeng íslensk jurt vex í mólendi, mýrum og á fjallamelum svo eitthvað sé nefnt. Hún finnst frá láglendi upp í 1150 m hæð í fjöllunum. Hæstu fundarstaðir eru í 1290 m í Steinþórsfelli í Esjufjöllum, 1240 m á Staðargangnafjalli á Tröllaskaga, og í 1220 m í hlíð Litlahnjúks í Svarfaðardal og í Kirkjufjalli við Hörgárdal.
Mynd af www.halldorv.com Eftir Halldór K. Valdimarsson
Nytsemi jurta | Breytt 14.1.2008 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 21:24
Heimilisnjóli, fardagakál. (Rumex longifolius)
Af blöðunum nýjum (kölluð fardagakál) má búa til seyði til lækninga en þá er drukkinn 1 tebolli þrisvar á dag. Úr seyði þessu er gott að þvo alls konar útbrot á hörundi.
Ef fræið er þurrkað og búið til seyði úr því á að taka 2 matskeiðar í senn 4 sinnum á dag.
Af dufti rótarinnar á að nota svo sem 1 teskeið á þriggja tíma fresti. Af seyði rótarinnar er hreinsunarmeðal búið á eftirfarandi hátt:
250 - 500 gr af rótarseyðinu, 20 gr. Fínt salt, leyst upp í volgu seyðinu. Tekið inn á fastandi maga.
Smyrsli við kláða og útbrotum er gert á eftirfarandi hátt. 100 gr. Rótarduft, 20 gr. Af fíngerðum brennisteini, 200 gr. ósaltað smjör. Brætt og hnoðað vel saman.
Blöð og rót jurtarinnar, soðin með vatni og kalinsúlfati gefa gulan lit við litun og verður liturinn enn fallegri ef garninu er dýft í gamalt þvag. Best er að taka smáskorin blöð 4 - 6 hnefa, 40 gr. af kalinsúlfati, 500 gr. Vatn og 250 gr. Af þvagi og sjóða með því sem á að lita.
Blöð njólans er mjög hollt kálmeti í súpur og grauta, ekki einungis fyrir þá sem eru hraustir og heilbrigðir, heldur einnig fyrir veika sem þola illa annan mat.
Nytsemi jurta | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2007 | 09:52
Aðalbláber (Vaccinium myrtillus)
Nytsemi jurta | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2007 | 23:09
Blóðarfi (Polygonum aviculare)
Nytsemi jurta | Breytt 18.3.2007 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2007 | 19:34
Beitilyng (Calluna vulgaris)
Nytsemi jurta | Breytt 18.3.2007 kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)