Heimilisnjóli, fardagakál. (Rumex longifolius)

njóliNjólinn gefur þekjandihimnu á húð, dregur saman og styrkir, er trefjaríkt og auðveldar hægðir, leysir upp þykka vessa, hreinsar blóðið og er gott rotvarnarefni.  Njóla má því nota við niðurgangi, blóðsótt, gulu, harðlífi, lifrarbólgu, bjúg, kláða og útbrotum, skyrbjúgi og holdsveiki. 

Af blöðunum nýjum (kölluð fardagakál) má búa til seyði til lækninga en þá er drukkinn 1 tebolli þrisvar á dag.  Úr seyði þessu er gott að þvo alls konar útbrot á hörundi. 

Ef fræið er þurrkað og búið til seyði úr því á að taka 2 matskeiðar í senn 4 sinnum á dag. 

Af dufti rótarinnar á að nota svo sem 1 teskeið á þriggja tíma fresti.  Af seyði rótarinnar er hreinsunarmeðal búið á eftirfarandi hátt:

250 - 500 gr af rótarseyðinu, 20 gr. Fínt salt, leyst upp í volgu seyðinu.  Tekið inn á fastandi maga. 

Smyrsli við kláða og útbrotum er gert á eftirfarandi hátt.  100 gr. Rótarduft, 20 gr. Af fíngerðum brennisteini, 200 gr. ósaltað smjör.  Brætt og hnoðað vel saman. 

Blöð og rót jurtarinnar, soðin með vatni og kalinsúlfati gefa gulan lit við litun og verður liturinn enn fallegri ef garninu er dýft í gamalt þvag.  Best er að taka smáskorin blöð 4 - 6 hnefa, 40 gr. af kalinsúlfati, 500 gr. Vatn og 250 gr. Af þvagi og sjóða með því sem á að lita. 

Blöð njólans er mjög hollt kálmeti í súpur og grauta, ekki einungis fyrir þá sem eru hraustir og heilbrigðir, heldur einnig fyrir veika sem þola illa annan mat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú ert nú meyri snillingurinn, gangandi og gargandi snillingur, græðandi skáld og ég veit ekki hvað og hvað.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 22:12

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég er kanski svona vitlaus, það þýðir ekkjert að bjóða mér njóla.

Georg Eiður Arnarson, 19.3.2007 kl. 23:14

3 identicon

Ég hef aldrei hugsað út í hollustu njólans en upp við bílskúrinn hjá mér vex alltaf njólabúnt á sumrin sem ég banna öllum að rífa upp. Málið er að mér finnst njólinn svo flottur þar sem hann ber við bílskúrsvegginn. Ég er því miður ein um það og þarf að berjast fyrir lífi hans allt sumarið. Myndin þín minnti mig á hann. Nú er ég komin með miklu sterkari rök fyrir máli mínu, segi öllum að þetta sé dýrmæt náttúrulækningajurt, ég hafi orð sérfræðings fyrir því   Takk fyrir mig!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Heyr heyr, ég sem hefi lengi talað fyrir daufum eyrum um nýtingu njólans sem við þverfótum oft ekki fyrir, þessarar trygglyndu jurtar sem er svo níðsterk.

Ný njólablöð eru hið indælasta grænmeti í salat.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband