Aðalbláber (Vaccinium myrtillus)

AðalbláberBer, blöð og rót þessarar jurtar, kæla, mynda himnu og varna rotnun.  Þau eru því góð við niðurgangi, köldu og skyrbjúgi, líka til að þurrka upp vessa í slæmum sárum.  Blöðin á að taka í júni, en berin snemma í september, þegar þau eru fullvaxin.  Af seyði úr berjum og blöðum skal taka tvær matskeiðar í senn annan hvern klukkutíma.  Dufti sem búið er til af rótinni er gott að strá í sár með drepi.  Úr berjunum má búa til mauk, með þeim móti að merja þau og blanda þau síðan með sykri eða hunangi og geyma.  1 matskeið af mauki þessu, blandað með 1 pela af vatni er gott að gefa sjúklingi sem er veikur af pest, við þorsta og hita.  Ef berin eru marin og sett í járnílát og síðan sett við yl, súrna þau og verða að svörtum legi sem gefur góða hlífðarhúð (hrúður) á skinn.  Ef í þau eru líka sett kalsíumsúlfat og soðin, lita þau lín og ull fjólublátt eða rústrautt ef eins er farið með blöðin lita þau gult.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég er alltaf búin með mín Bláber áður en ég er komin heim.

Georg Eiður Arnarson, 18.3.2007 kl. 10:10

2 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 18.3.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Náttúruan okkar hefur greinilega svör við öllu.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband