Færsluflokkur: Hugleiðsla
31.8.2007 | 00:02
Gullkorn
Ég hef lært... að ef einhver segir við mig: þú hefur bjargað deginum, þá bjargar það mínum degi..
30.8.2007 | 00:17
Gullkorn
Láttu þér á hverri stundu nægja eina tegund rauna. Sumir bera sífellt þrefalda byrði; allar raunir sem yfir þá hafa gengið, raunir sem þeir rata í á þessari stundu og svo allar þær raunir sem þeir gera ráð fyrir að lenda í síðar. Edward Everell Hale.
29.8.2007 | 00:11
Gullkorn
Ekkert er ánægjulegra en að geta miðlað kærleikanum til annarra.
28.8.2007 | 21:46
Gullkorn
Fortíð þín er saga og framtíðin er gjöf sem þú átt að njóta og gefa þig
óskipta/n líðandi stund. Leitaðu innra með þér að lausn sem leiðir þig rétta
braut í átt að jafnvægi og sátt við sjálfið. Líðan þín er tímabundin ef þú opnar
hugann
óskipta/n líðandi stund. Leitaðu innra með þér að lausn sem leiðir þig rétta
braut í átt að jafnvægi og sátt við sjálfið. Líðan þín er tímabundin ef þú opnar
hugann
27.8.2007 | 10:32
Gullkorn.
Jafnvel þótt þú teljir þig ekki hafa tíma fyrir kyrrðarstund verður þú að átta þig á því að þú hefur ekki efni á að sleppa henni.
26.8.2007 | 19:35
Gullkorn
Við berum ábyrgð, ekki aðeins á því sem við gerum, heldur líka á því sem við gerum ekki. R. Whateley
25.8.2007 | 03:45
Gullkorn
Dæmdu aldrei í reiði! Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir. W.Z. Judge
25.8.2007 | 03:43
Gullkorn
Sá sem grípur til ofbeldis, sýnir að hann þrýtur rök. Kínverskt spakmæli
23.8.2007 | 17:50
Gullkorn
Sá sem reynir að lítilsvirða aðra verður aldrei mikill sjálfur.
23.8.2007 | 17:49
Gullkorn
Bættu það hjá sjálfum þér sem þér finnst áfátt hjá öðrum.