Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Ég hef lært... að ef einhver segir við mig: „þú hefur bjargað deginum“, þá bjargar það mínum degi..

Gullkorn

Láttu þér á hverri stundu nægja eina tegund rauna.  Sumir bera sífellt þrefalda byrði; allar raunir sem yfir þá hafa gengið, raunir sem þeir rata í á þessari stundu og svo allar þær raunir sem þeir gera ráð fyrir að lenda í síðar.  Edward Everell Hale.

Gullkorn

Ekkert er ánægjulegra en að geta miðlað kærleikanum til annarra.

Gullkorn

Fortíð þín er saga og framtíðin er gjöf sem þú átt að njóta og gefa þig
óskipta/n líðandi stund. Leitaðu innra með þér að lausn sem leiðir þig rétta
braut í átt að jafnvægi og sátt við sjálfið. Líðan þín er tímabundin ef þú opnar
hugann

Gullkorn.

Jafnvel þótt þú teljir þig ekki hafa tíma fyrir kyrrðarstund verður þú að átta þig á því að þú hefur ekki efni á að sleppa henni.


Gullkorn

Við berum ábyrgð, ekki aðeins á því sem við gerum, heldur líka á því sem við gerum ekki.  R. Whateley

Gullkorn

Dæmdu aldrei í reiði!  Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.  W.Z. Judge

Gullkorn

Sá sem grípur til ofbeldis, sýnir að hann þrýtur rök.  Kínverskt spakmæli


Gullkorn

Sá sem reynir að lítilsvirða aðra verður aldrei mikill sjálfur.

Gullkorn

Bættu það hjá sjálfum þér sem þér finnst áfátt hjá öðrum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband