Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Þar sem kærleikurinn ríkir hefur guðdómurinn komið við sögur.  Gefðu ástinni tækifæri í lífi þínu.


Gullkorn.

Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar þinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir skiljið þið hvor annan.

Gullkorn.

Hamingja er mesta þversögn í náttúrunni. Hún getur dafnað í hvaða sál sem er, lifað undir öllum kringumstæðum.  Hún býður umhverfinu byrginn. Hún kemur innan frá. Hún er opinberun úr djúpi innra lífs þar sem líf og hiti lýsa sólinni þaðan sem hún geislar.

Gullkorn

Ef þú leitar viskunnar, þá vertu við því búinn, að þú verðir að augabragði og margir muni hæða þig og segja: Þarna er hann þá kominn og er nú orðinn heimspekingur Hvaðan kemur honum þessi þóttarsvipur?

Epiktetos

 


Gullkorn

Hamingja er ánægja sálarinnar í eign hins óáþreifanlega. Hún er ylur í hjarta sem að er í friði við sjálfan sig.

Gullkorn

Að reyna að útskýra vald ástarinnar er líkast því að bera ljós út í sólskin. Robert Burton.

Gullkorn

Því meir sem við elskum okkur sjálf og meðtökum lífið umhverfis okkur með kærleika, opnum huga og af öllu hjarta, þess fegurra verður allt umhverfi okkar. Svo lengi sem lítil börn eru látin þjást, ríkir enginn kærleikur í heiminum.( ISADORA DUNCAN  )


Gullkorn

Kærleikurinn er ávallt skapandi, aldrei eyðandi. Í honum felst eina von mannsins.  ( LEO BUSCAGLIA)


Gullkorn

Verið ekki svo blind að sjá ekki dyggð í öðrum.

Gullkorn

Verið góð við sjálf ykkur, því þið eruð börn alheimsins, ekki síður en trén og stjörnurnar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband