Gullkorn.

Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar þinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir skiljið þið hvor annan.

Tíminn, þrautirnar og ég

Tímann að tefla í vanda,
tel ég lánið mitt best.
Raunir í rauntíma standa,
ræð við það flest.

Birgðir á bakinu þínu,
berðu ei fortíðar þraut.
Gerðu ei gagnlausa pínu,
gjörðir á liðinni braut.

Framtíðin falin þér sýnum,
fegurð sem dulin er mér.
Áhyggjur villir á tímum,
annað svo dagurinn ber.

Best er bjartsýni að veita,
brosa og ætla sér gnótt.
Hamingju hampa og leita,
hvern dag og sérhverja nótt.


Gullkorn.

Hamingja er mesta þversögn í náttúrunni. Hún getur dafnað í hvaða sál sem er, lifað undir öllum kringumstæðum.  Hún býður umhverfinu byrginn. Hún kemur innan frá. Hún er opinberun úr djúpi innra lífs þar sem líf og hiti lýsa sólinni þaðan sem hún geislar.

Gullkorn

Ef þú leitar viskunnar, þá vertu við því búinn, að þú verðir að augabragði og margir muni hæða þig og segja: Þarna er hann þá kominn og er nú orðinn heimspekingur Hvaðan kemur honum þessi þóttarsvipur?

Epiktetos

 


Gullkorn

Hamingja er ánægja sálarinnar í eign hins óáþreifanlega. Hún er ylur í hjarta sem að er í friði við sjálfan sig.

Gullkorn

Að reyna að útskýra vald ástarinnar er líkast því að bera ljós út í sólskin. Robert Burton.

Hver eru úrræði samfélagsins

Það er mikil ábyrgð sem hvílir á herðum samfélagsins að gæta manns sem er svona hættulegur samfélaginu.  Það liggur ljóst fyrir að brotamaðurinn muni ekki sjá að sér þó hann sitji í fangelsi fyrir glæpi sína, enda hafi hann ekki fulla greind vegna fötlunar sinnar.  Hann mun jafnframt halda áfram brotum sínum þegar hann kemur út í samfélagið aftur og skaða samborana.  Því þarf hann til lífstíðar að vera undir stöðugu eftirlit löggjafans. 

Í Ameríku þekkist það að festa staðsetninga merki um öklann á hættulegum glæpamönnum og hafa þeir ekki heimild til að fara neitt nema með leyfi og undir eftirliti.  Spurning er hvort slík gæsla gæti verið eitthvað sem þurfi að skoða?

Það er krafa þjóðfélagsins að löggjafinn tryggi öryggi fólks og því er mikilvægt að tekið sé á svona málum af festu. 


mbl.is Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband