13.9.2007 | 00:16
Gullkorn
Kærleikurinn hjálpar þér að líta fram hjá göllum annarra og finna gersemina sem býr í hjörtum þeirra..
12.9.2007 | 23:58
Gullkorn
Sá sem biður um lengra líf
en löngum var talið hófi næst,
þykir mér haldinn hugar-glöpum,
heimska vekur upp slíka bæn.
Því árin fylla sín forðabúr
fremur af þraut en yndi;
gleðin hopar við ævinnar mundangs-mark.
Sófókles (495-406 f.Kr.), Ödípús í Kólonos 1211-1220 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
12.9.2007 | 00:39
Gullkorn
Láttu ekki daginn líða án þess að gera eitthvað til þess að láta drauma þína rætast.
10.9.2007 | 20:19
Gullkorn
Þakklæti er dýrmæt gjöf sem ætti að gefa óspart.
9.9.2007 | 20:43
Gullkorn
Þekking er safn staðreynda. Viska er vitneskja um hvernig hægt er að nýta þekkinguna
8.9.2007 | 22:21
Gullkorn
Þar sem kærleikurinn ríkir hefur guðdómurinn komið við sögur. Gefðu ástinni tækifæri í lífi þínu.
8.9.2007 | 21:25
Kuldaþol Íslendinga
+15°C Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga. Íslendingar liggja í sólbaði. +10°C Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. Íslendingar planta blómum í garðana sína. +5°C Bílar á Ítalíu neita að fara í gang. Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni. 0°C Eimað vatn frýs. Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra. -5°C Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða. Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á. -10°C Bretar byrja að kynda húsin sín. Íslendingar byrja að nota langerma boli. -20°C Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð! -30°C Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. Íslendingar hætta að þurrka þvott úti. -40°C París byrjar að gefa eftir kuldanum. Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana. -50°C Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum. Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru vetrarveðri. -60°C Mývatn frýs. Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við. -70°C Jólasveinninn heldur í suðurátt. Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt úti. Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar. -183°C Örverur í mat lifa ekki af. Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum. -273°C Öll atóm staðnæmast vegna kulda! Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti. -300°C Helvíti frýs! Ísland vinnur Eurovision!
Grín | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)