Gullkorn

Kærleikurinn hjálpar þér að líta fram hjá göllum annarra og finna gersemina sem býr í hjörtum þeirra..

Gullkorn

Sá sem biður um lengra líf

en löngum var talið hófi næst,

þykir mér haldinn hugar-glöpum,

heimska vekur upp slíka bæn.

Því árin fylla sín forðabúr

fremur af þraut en yndi;

gleðin hopar við ævinnar mundangs-mark.

Sófókles (495-406 f.Kr.), Ödípús í Kólonos 1211-1220 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)


Gullkorn

Láttu ekki daginn líða án þess að gera eitthvað til þess að láta drauma þína rætast.

Gullkorn

Þakklæti er dýrmæt gjöf sem ætti að gefa óspart.


Gullkorn

Þekking er safn staðreynda.  Viska er vitneskja um hvernig hægt er að nýta þekkinguna

Gullkorn

Þar sem kærleikurinn ríkir hefur guðdómurinn komið við sögur.  Gefðu ástinni tækifæri í lífi þínu.


Kuldaþol Íslendinga

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.
Íslendingar liggja í sólbaði.


+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang. 
Íslendingar planta blómum í garðana sína. 


+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.


0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra. 


-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða. 
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.


-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli. 



-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca. 
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!



-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.
Íslendingar hætta að þurrka þvott úti. 



-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum. 
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.



-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru 
vetrarveðri.



-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.



-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt 
úti. Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.



-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.



-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda! 
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.



-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband