6.1.2008 | 22:05
Gullkorn
Glaður hugur gerir, glatt hjarta og hraustann líkama.
Epiphania, forn hátíð kristinna manna, haldin 6. janúar til minningar um skírn Krists. Um tíma var þetta líka talin fæðingarhátíð Krists í andlegum skilningi áður en 25. desember var úrskurðaður fæðingardagur Krists og tekið að halda þann dag heilagan. Með aukinni áherslu á kristið jólahald breytti epiphania um svip á Vesturlöndum víðast hvar og varð að þrettándahátíð. Nafnið epiphania er komið úr grísku og merkir opinberun.
5.1.2008 | 08:46
Gullkorn
Be great in act, as you have been in thought Vertu framkvæmdasamur eins og þú ert í hugsun
Patience is bitter, but its fruit is sweet - Þolinmæðin reynir á, en uppskera hennar er sæt
In solitude the mind gains strength and learns to learn upon itself - í einrúmi verður hugurinn styrkur og lærir að treysta á innsæi sitt.
Nobody minds having what is too good for them - enginn maður hefur á móti því að hafa það of gott
5.1.2008 | 08:27
Gullkorn
4.1.2008 | 22:34
Gullkorn
Þó öll lífsinsspeki opnist þér gerist ekkert nema þú hafir þor til að takast á við hið óþekkta, vilja til að viðurkenna ný viðhorf og taka á móti nýjum gildum. Sleppa gömlum sannindum og taka á móti nýjum.
3.1.2008 | 02:08
Gullkorn
2.1.2008 | 01:43
Gullkorn
Látum skynsemina ráða um fortíðina og kærleikann þegar horft er fram á veginn.
31.12.2007 | 23:34
Áramótaminning
Ég var alin upp í sveit þar sem var mikil álfa og huldufólksbyggð. Oft var það þannig að ef grípa átti til hluta á heimilinu að viðkomandi hlutur var ekki til staðar. Mikið var leitað og svo nokkru síðar fannst svo hluturinn þar sem hann var vanur að vera. Þá var talað um að skýringin á því væri sú að huldufólkið hafi fengið viðkomandi hlut að láni og skilað honum svo.
Um áramót varð allt að vera skínandi hreint í húsinu og til gamans meira en í alvöru fór mamma með eftirfarandi þulu er hún gekk réttsælis, hringin í kring um húsið.
Komi þeir sem koma vilja
Veri þeir sem vera vilja
Fari þeir sem fara vilja
Mér og mínum að meinalausu.
Einnig sagði hún mér frá gömlum sið frá langömmu minni úr Fljósthlíðinni. Þar var ekkert rennandi vatn eða útrennsli fyrir skolpið og skolpinu þurfti að vara búið að hella út fyrir kl. 6 á gamlárskvöld svo það færi ekki í föt huldufólksins sem var á ferli að hafa vistaskipi.
En trúin var sú að um áramót flyttust álfar og huldufólk búferlum og mikilvægt var að lifa í sátt og samlyndi við þá. Ekki var það óalgengt að huldufólkið kæmi til húsráðanda í svefni og léti vita af skepnum sem væru í lífsháska eða varaði við vondum veðrum. Jafnvel átti huldufólki það til að senda lækna til heimilisfólksins til þess að lækna það af sjúkleika.
Einnig var trúin sú að á jólanóttu og nýjársnóttu gætu kýrnar talað og var þá ekki gott að vera á ferli í fjósinu því það að upplifa þessa umbreytingu gat gert fólk vitfyrt.
Alltaf var haldin áramótabrenna og var það iðulega að eldurinn blossaði upp eftir að farið var frá brennunni, en þá voru álfarnir að dansa í kringum blálið, en þeir gættu þess þó að við gætum ekki séð þá, voru væntanlega með yfir sér hulinshjálm svo þeir yrðu ekki fyrir truflun frá forvitnu mannfólki.
Mikið var sungið og spilað fram undir morgun eða eins lengi og hver og einn hafði getu til að vaka.