Gullkorn

Við sjálf höfum val um það hvernig við nýtum okkur verkefni lífsins til uppbyggingar eða niðurrifs.  Við getum ekki hvort tveggja hatað og þroskast eða reiðst og byggt okkur upp andlega.  Orka okkar er takmörkuð því ber að nota hana af skynsemi.


Gjöfin

Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andardrtaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálar sjóði,
sakleysi fegurð og yl.
                                      Höf.: Úlfur Ragnarsson

Gullkorn

Særðu ekki aðra með því, sem þjáir sjálfan þig. (Úr Búddhadómi (Edanavarga).
30.12.  Andrésmessa, messa í minningu Andrésar postula, þjóðardýrlings Skota.

Gullkorn

Dæmdu aðra eins og þú dæmir sjálfan þig. Þá munt þú öðlast hlutdeild í himninum. (Úr Sikhatrú (Kabír).

Gullkorn

Enginn ykkar er trúmaður, fyrr en hann þráir til handa bróður sínum það, sem hann þráir til handa sjálfum sér. (Úr Múhameðstrú, erfðakenningar).

Hjúpuð fegurð

Fegurð hrífur hugann meira,
ef hjúpuð er,
svo andann gruni ennþá fleira,
en augað sér. 
(Hannes Hafstein).

Gullkorn

Fólkið er kirkjunnar fegursta skraut. (Sigurgeir Sigurðsson biskup).

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband