Grásleppa og rauðmagi

Mér finnst gott að smakka rauðmaga á vorin, en grásleppan er ekki góður matur, nema auðvitað hrognin sem er herramannsmatur.  En gaman að fylgjast með árstíðarskiptum veiða, voandi gengur vertíðin vel, það er búið að gefa á bátinn hjá sjómönnum sl. ár.
mbl.is Græjað á grásleppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Ester. Ég var einmitt að lesa þessa frétt og fékk svona vægt bakslag því hugurinn hvarf til þeirra ára sem ég var grásleppukarlskerling og þá var þetta aðaltíminn. Það kemur mér á óvart að búið sé að setja dagakvóta á grásleppuveiðina. Vissi að vertíðin í fyrra var léleg. Ég er sammála með rauðmagann hann er sannarlega vorboði og gott að smakka hann. Mörgum finnst þó sigin grásleppa góð. Best að drífa sig á "Sægreifann" og fá sér rauðmaga við fyrsta tækifæri. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Kolbrún, já þar er svo ótryggt með veiðar á þessum árstíma vegna veðurs, ég veit samt ekki hvernig þessi dagkvóti er uppbyggður, en ef hann er yfir ákveðið tímabil, þá gæti jafnvel farið svo að ekki gæfi á sjóinn á þeim tíma.  Sægreifinn er málið, alltaf frábært að borða þar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 10.3.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleymi aldrei þessum tíma á vorin þegar slebban kom og svo hrogn og lifur og allt hitt sem lifði í hafdjúlpinu.  Svo var látið signa og hanga, þvílíkur herramannsmatur sem maður ólst upp við og veisla fyrir bragðlaukana. Fer alveg í trans þegar ég hugsa um þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Merkilegt að sjá annað bloggið í röð að tala um grásleppuna og rauðmagann. Ég á svona grásleppukofaminningar frá Ægisíðunni, þegar Guðmundur teiknikennari fór með okkur unglingana að teikna grásleppukofana sem settu svip á umhverfið þar. Mjög skemmtilegt umhverfi, en ég er svolítil pempía þegar kemur að fiski og hrifnust af soðinni ýsu með kartöflum og smjöri. Hér á Álftanesinu er líka mikil grásleppuhefð, þannig að eitthvað sækir maður í þetta umhverfi, það er alla vega víst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband