Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Fyrirlestur um Thomas Jefferson í Háskóla Íslands, Odda, sal 101 13.sept. frá 11 - 12.30

Eric S. Petersen sem hefur gefið út bók um lífsspeki Thomasar Jeffersonar, sem án nokkurs vafa er einhver merkilegasti og virtasti maður sem komið hefur frá BNA. 

John F. Kennedy hélt veislu í Hvíta húsinu fyrir alla þá lifandi Nóbelsverlaunahafa heimsins og sagði í ræðu við það tilefni að aldrei áður hafi verið samankomið eins mikið mannvit á einum stað í heiminum, nema ef vera skyldi þegar Jefferson sat hér einn að snæðingi.

Jefferson svaraði 20.000 bréfum með spurningum sem voru send til hans sem hann svaraði öllum.  Þar sem hann var uppfinningamaður þá hafði hann hannað skrifara sem hann festi við hendina á sér sem tók afrit af svarbréfunum, þess vegna varðveittist lífsspeki hans og er Petersen búinn að lesa öll þessi bréf og draga saman kjarna þeirra í skemmtilega aðgengilega bók sem hann gaf út 2005.

Eric S. Petersen er lögfræðingur að mennt, á og rekur lögmannstofu í New York og hefur kynnt sér líf og starf Jeffersons síðan 1993.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og er í boði Háskóla Íslands, Bandaríska sendiráðsins og áhugamanna um Jefferson.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband