Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Til minningar um Mæju ástkæran vinnufélaga sem lést í gær.

Ég er gull og gersemi
geimsteinn elskuríkur
Ég er djásn og dýrmæti
Drottni sjálfum líkur

 Sölvi Helgason


Góð páskagjöf frá frænku minni

brandur_ingimundarson_6.2.1863

Klara Andrésdóttir, sendi mér þessa mynd af langafa mínum Brandi Ingimundarsyni.  Brandur langafi var fæddur í Eyvindarhólasókn, Rang. 6. febrúar 1863 eða 100 árum undan mér.  Hann lést 73 ára þann 16. októer 1936.  Árið 1890 giftist hann langömmu minni Guðrún Jónsdóttur fæddí Káltatjarnarsókn, Gull. 19. janúar 1858 og lést þann 20. ágúst 1899, hún lést aðeins 41 árs og lét eftir sig 5 lifandi börn en tvö höfðu þau misst.
Ingimundur afi minn var fæddur 9. ágúst 1889 og var því aðeins eins árs gamall þegar móðir hans dó.
Brandur langafi minn þurfti að láta öll börnin frá sé í fóstur, en hann giftist aftur þann 10.08.1902, Jóhönnu Jónsdóttur (1858 – 1960)
Þau áttu saman 4 börn, eitt þeirra dó aðeins árs gamallt.  Þetta fólk mitt hélt vel saman hópinn og var ég svo lánsöm að kynnast þeim í æsku minni.

 


Lítill drengur ljós og glaður

Þessi börn, þau eru óborganleg.  Ég á 3 stráka, þessi minnsti 8 ára var að spyrja mig hvort ég elskaði hann eða þann elsta meira.  Ég sagði honum að þegar maður væri mamma elskaði maður öll börnin sín jafn mikið.  Honum fannst þetta skrítið, því auðvitað átti ég að elska hann mest, en jú mömmur eru svo góðar svo það gat staðist.  Svo spurði hann miðju bróður sinn, hvort heldur þú að mamma elski mig eða þig meira.  Sá stóri sagði að það væri bara ekki spurning, "auðvitað elskaði hún mig mest". 

Sá stutti gat ekki annað en flissað yfir því hvað sá stóri vissi lítið í þessum heimi um mömmur.LoL


Fyrsta sárið.

Hann litli minn er 8 ára, svo bjartur og fagur ásýndum.  Hann hefur alltaf verið með afbrigðum varkár og gætt vel að hvar hann stígur niður fæti.  Ég áttaði mig þó ekki á því fyrr en í fyrradag að hann hefur aldrei fengið sár.  Hann hringdi í mig var þá staddur í sundlauginni í Mosó með skátunum.  Hann sagði mér að hann hefði gengið rösklega og rann í sleipu og fékk skurð á mjóalegginn.  Það þurfti að sauma 3 spor.  Blóðið hafði fossað niður og hann tók þessu eins og hetja, enginn grátur eða óhemjulæti.  Læknirinn sem saumaði hann gaf honum 10 í einkunn, en það ku vera hæðstu einkunn sem barni hefur verið gefið við svona aðstæður.  Í verðlaun fékk hann 3 vatnsblöðrur og nammi.

Þegar við svo mættu hjá skátunum í morgun, beið hans móttökusveit, börnin sem eru með honum á námskeiðinu komu að fagna hetjunni, þessum sterka og stóra strák sem stendur af sér byltur heimsins.  Þau spurðu í kór hvort hann fyndi mikið til, hvort þetta hefi ekki verið rosalega vont, hvort það væri í lagi með hann og hvort þau mættu ekki bera pinkla hans, því í dag var farið í útilegu.  Þegar þau komu að bílhurðinni kallaði einn upp háum rómi!  "ertu með barnabílstól Bjarki", fannst það greinilega ekki hæfa hinni svölu hetju að ferðast um í barnabílstól.  

Þessi umræða kom upp um daginn hjá Bjarka, hann vildi hætta að nota stólinn "Væri orðinn svo stór"  Ég með móðurlegum umtölum mínum fékk hann til að endurskoða málið.  "Er ekki gott að sjá út úr bílnum þegar þú situr í stólnum", jú það fannst honum og stóllinn hélt velli. 

Nú er spurningin hvað verður þegar hann kemur heim úr útilegunni. 

Svart hvíta hetjan mín... hvernig ertu í lit? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband