Framþróun lífs

"Hver sem reynir að ávinna líf sitt mun týna því, en hver sem týnir því mun varðveita það" Lúkas.

Fræið glatast, fyllist lífi á ný
fínlegt blóm þess ávöxt gefur.
Mannsins sjálf mun fyrir bý,
meðan hismið bindur hann og tefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Kvitt

Brynja Hjaltadóttir, 14.4.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta endar með því að ég verð að biðja þig að þíða þetta.

Georg Eiður Arnarson, 14.4.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ekkert mál Georg, fræið er eitt form lífsins og ef það sleppir ekki takinu á því verður það aldrei annað en fræ. Þegar fræið sem slíkt hverfur umbreytist það og verður tilkomumeira og fullkomnara en manni órar fyrir.  Það sama á við um okkur manneskjurnar, við höldum í fastmótuð lífsviðhorf og miðum alla okkar tilveru út frá okkur sjálfum sem allt á að snúast um.  Ef slík aðferð væri t.d. notuð við vísindarannsóknir, yrðu niðurstöðurnar samkvæmt okkar eigin sýn og aldrei myndi neitt nýtt uppgvötvast.  Við værum í þá að rannsaka eitthvað sem við höfum fyrirfram gefið okkur en ekki það sem er í raunveruleikanum. 

Sjálfið eða vitundin "það sem við erum í raun sem vitundarverur" opnast fyrir okkur aðeins þegar við náum að ýta burt hugsunum okkar, og horfa á lífið í samhengi við aðra.  Það að tæma hugan er þekkt aðferð í yoga og við þessa innri skynjun öðlumst við nýjan skilning á lífi okkar og tilveru. 

Einnig er ég líka að hugsa um þá stöðu þegar fólk er fangi í líkama sem getur ekki lengur þjónað tilgangi sínum og dauðinn er aðeins færsla sálarinnar inn á annað tilverustig.

Kanski hefur svarið bara vakið fleirri spurningar hjá þér en svör

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.4.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Svarið er gott og endirinn réttur. ( vittlausir þessir trillukarlar)

Georg Eiður Arnarson, 15.4.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

  langt frá því að þú sért vitlaus, það er ekki auðvelt að sjá inn í huga annarra, ljóðið er aðeins form til að veita innsýn í það sem undir kraumar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.4.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Það sem undir kraumar, eins og ég hef sagt áður, 100 ára viska gegn litlu peði. Skák og mát.

Georg Eiður Arnarson, 15.4.2007 kl. 00:42

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er mikil og góð speki í þessu. Ég tek innilegu undir þetta sjónarmið. En ein spurning, er þetta frumsamið ljóð? Ef svo er þá áttu skilið mikið hrós fyrir ! Guð blessi þig Ester!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2007 kl. 15:18

8 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Takk fyrir Guðsteinn Haukur, öll ljóðin sem eru á þessari síðu eru ort af mér, nema annað sé tekið fram.

Ester Sveinbjarnardóttir, 15.4.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband