Móðir mín

Dag hvern dásama verkin þín

dugnað og speki alla.

Kenndir mér kynstrin, veittir sýn.

Kosti um skal fjalla.

 

Vel til handana verka góð,

visku safnað í mikinn sjóð.

Í hugans eldmóð hefur glóð,

hagyrðingur kæra fljóð.

 

Í hjartanu finn hve ástin brann

hvern dag af kærleik til þín.

Bernsku mína bætti, það fann

bessuð sértu Eygló mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

flott

Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 19:52

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hugnæmt.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 19.3.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó hve þetta var sætt, skyldi einhver eiga skilið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2007 kl. 02:55

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já einmitt gmaria manstu t.d. eftir grímubúningunum sem hún gerði á okkur systkin, eða þegar þær mamma þín voru að setja í hvorar aðrar rúllur og öllum flatkökunum sem voru bakaðar og Lelluleiknum

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.3.2007 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband