Sóun, meðan samferðamenn hans svelta og eiga ekki fyrir lyfjakostnaði.

Ég get ekki skilið það hvernig nokkur getur farið svona með fjármuni sína og lifað í sátt við sjálfan sig. 
mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er bara hreinlega til fólk sem á svo mikið af peningum og finnst ekkert athugavert við svona........í mínum huga er þetta stórfé, en fyrir þennan mann örugglega bara klink....! Þetta er dæmi um firringu nútímans, að mínu mati!

Sunna Dóra Möller, 25.7.2007 kl. 15:47

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fyrir mér er það siðbinda að geta sóða svona fé sínu, kemur svona Robin Hood tilfinning í mann við að heyra svona.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.7.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Auður slíks manns er kannski 30 milljarðar, með 8,2 milljónir í vaxtatekjur á dag. Hann fórnaði því kannski 1,5 degi af vaxtatekjum. Eða að hann hélt upp á það að olían hækkaði um 2 dollara tunnan þann dag, sem jók auð hans um 770 milljónir. Markaðsvirði fyrirtækisins sveiflaðist kannski um tugmilljónir á augnablikunum sem hann skemmti sér þarna. Þetta er svo afstætt að við getum alveg eins talað um eigin sóun miðað við þá milljarða manna sem hafa undir 2 dollara á dag í tekjur. Verði honum og búllunni að góðu.

Ívar Pálsson, 25.7.2007 kl. 16:07

4 identicon

Hvert heldur fólk að þessir peningar fari, í ruslið?  Núna sitja þessir peningar í vasanum hjá einhverjum öðrum sem er kanski að koma börnunum sínum í gegnum háskóla, eða getur greitt fyrir sjúkraheimili fyrir aldraða móður sína.  Eitthvað fékk svo breski skatturinn sem getur þá haldið áfram að reka heilbrigðisþjónustu og heimili fyrir útigangsmenn, o.s.frv o.s.frv. .........

Ólafur (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:16

5 identicon

Hvar kemur það fram að hann gefi ekkert til þeirra sem svelta?  Ef maður er ríkur, er maður þá skyldugur til að eyða öllum sínum peningnum í aðra?  Merkilegt hvað allir þurfa að vera jafnir á jörðinni, enginn má hafa það betra en aðrir, án þess að vera stimplaður bruðlari og eiginhagsmunaseggur.

Sunneva (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 16:24

6 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Margaret Thattcher sagði einhverntíms:"enginn skyldi halda að miskunsami samverjinn hafi bara verið góðhjartaður hann átti peninga líka"

Ólafur Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 18:27

7 identicon

hvernig er það...

pantar þú þér aldrei pizzu, eða kaupir þér kók, já eða bara ferð á pöbbinn og eyðir ienhverjum þúsundköllum, semsagt basicly í eitthvað annað en ýtrustu nauðsynjar (virðist allavega gera það úr því að þú virðist vera með nettengingu)

ég get lofað þér því að 80% af sómölsku þjóðinni finnst þú vera að bruðla með peninga og skilur sjálfsagt ekki hvernig þú getur lifað í sátt við sjálfa þig.

Árni (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:05

8 identicon

Eg hef buid i London sidustu 4 ar og hef oft farid a tessa stadi , Crystal (tad er reyndar klubbur med sama nafni i Beyrout), Mo*vida, Pangea, Aura og Tramp svo eitthvad se nefnt. A tessum stodum eru arabar og russar helstu eydsluklaernar og eyda oft milljonum i kampavin. Herna i London koma alltaf reglulega frettir af einhverjum korlum sem eyda morgum milljonir a einu kvoldi. Eg man eftir einni frett um kaupsyslumann fra Monako sem eyddi 5 milljonum i kampavin a Mo*vida og sletti tvi svo ollu a veggina og borgadi svo 500.000kr auka fyrir skemmdirnar. Mer hefur reyndar alltaf fundist svona frettir grunsamlegar vegna tess ad ef eg aetti svona stad ta myndi eg fa einhvern vin minn til ad koma og eyda svona formulum a minn eigin kostnad og leka tvi sidan i frettirnar. Crystal klubburinn er nylegur, eg var a opnunar balli a honum fyrir minna en ari sidan. Eg held ad tetta se auglysingabrella hja teim og tessi brella gekk svo sannarlega upp! innkaupakostnadur a tessum floskum er liklega 1/3 eda minna jafnvel og tad er ekki haegt ad kaupa betra auglysingu fyrir tennan stad. Meirisegja hneyksladar husmaedur a Islandi hafa heyrt minnst a hann nuna! Nuna verdur erfidara fyrir mig ad fa pantad bord tarna a naestunni.

 JJ

Jon Jonsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:25

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aðeins meiri jöfnuður og að enginn líði skort, það eru þessi lágmarksgæði sem hvert samfélag ætti að veita þátttakendum sínum. Ef enginn liði skort og jöfnuður væri þokkalegur held ég að lítið gerði til þótt einhverjir létu eins og fífl með peningana sína. Það er nóg til fyrir alla en misrétti veldur engu nema eymd.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.7.2007 kl. 20:28

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er bruðl og ekkert annað að mínu mati. Sóun, en þessi maður hefur örugglega ekki áhyggjur af neinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 22:04

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ekki góðar fyrirmyndir svona menn og svona hegðun.

Georg Eiður Arnarson, 25.7.2007 kl. 22:18

12 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég held að það sé nokkuð til í þessu hjá JJ, auglýsingabrella til að vekja athygli á staðnum. 

Árni, þú veist minnst um það hversu miklu meinlætalífi ég lifi og hef alla tíð gert um ævina, en þetta snýst um meiri jöfnuð eins og Anna segir og ætti að sjálfsögðu að vera á hendi hvers samfélags fyrir sig.  Sunneva fólk sem verður auðugt verður það á kostnað samborgara sinna, það vita allir, svona háttsemi eins og sagt er frá í fréttinni, ef rétt er sýnir algjört skilningsleysi á verðmæti peninga.  Við eigum að láta okkur varða um náungann og sýna kærleika í verki.  Þegar við förum að hugsa of mikið um sjálf okkur og látum okkur engu skipta hvernig aðrir hafa það, þá erum við komin á villigötur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.7.2007 kl. 07:39

13 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er fyrir réttláta skiptingu á auðæfum. Sumir halda að þeir eigi meiri rétt en aðrir til að vera ríkir og með fullar hendur fjár. Það er bara bull. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.7.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband