Frjáls samkeppni á að ríkja.

Fólk verslar þar sem verðið er best og sjálfkrafa detta þær lyfjaverslanir út sem verðleggja sig of hátt, þannig virkar samkeppni. 

Það er eðlilegt að gefa innflutning á lyfjum frjálsan, það er þekkt aðferð til að lækka verð á markaði.  Innlendir framleiðendur hafa orðið uppvísir af því að selja lyf mun dýrari til lyfjaverslana hérlendis en erlendis, því er eðlilegt að lyfjaverslanir hafi tök á því að kaupa lyf þar sem hagstæðasta verðið er og flytja vöruna inn í stað þess að taka okurverði íslensku framleiðandana.


mbl.is Apótekin of mörg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að leggja niður Lyfjagreiðslunefnd, hún er samkeppni til trafala. Síðan er það alveg vitað mál að eigandi Lyfjar og Heilsu á eða átti stóran hlut í Actavis og var stjórnar maður þar í nokkurn tíma.(6% á tímabili, sem er stór hluti).  

Annað sem þyrfti að skoða er hvernig lyfjaleyfum er úthlutað, hverjir meiga opna lyfjabúð hvar.

Það eru of margar hindranir inn á þennan markað og hann er of miðstýrður til þess að frjáls samkeppni funkeri alminnilega ! 

Sveinn Gíslason (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband