24.3.2007 | 20:16
Kornsúra. (Bistorta vivipara)
Jurtin gefur hlífðarhúð (hrúðrar) og styrkir, hún er því góð við blæðingum og niðurgangi. Hægt er að búa til seyði úr rótinni, sem drekka skal hálfan bolla af í senn, 4 sinnum á dag. Af dufti rótarinnar skal taka eina teskeið, þrisvar á dag með vatni eða mysu. Gott er að sáldra duftinu í opin illa lyktandi vessafull sár. Það dregur úr blæðingum í skurðum. Sé fræ jurtarinnar þurrkað er t.d. hægt að sjóða það í mjólk, er seðjandi og ekki svo ólík bóghveit, sem er af súruætt eins og kornsúran. Úr rótinni má lita svar, ef hún er soðin með járnoxið, sem fæst sumstaðar hérlendist t.d. á Reykjanesi.
Kornsúran er mjög algeng íslensk jurt vex í mólendi, mýrum og á fjallamelum svo eitthvað sé nefnt. Hún finnst frá láglendi upp í 1150 m hæð í fjöllunum. Hæstu fundarstaðir eru í 1290 m í Steinþórsfelli í Esjufjöllum, 1240 m á Staðargangnafjalli á Tröllaskaga, og í 1220 m í hlíð Litlahnjúks í Svarfaðardal og í Kirkjufjalli við Hörgárdal.
Mynd af www.halldorv.com Eftir Halldór K. Valdimarsson
Flokkur: Nytsemi jurta | Breytt 14.1.2008 kl. 22:41 | Facebook
Athugasemdir
Rosalega ertu klár.
Georg Eiður Arnarson, 24.3.2007 kl. 20:57
Ég læt það nú vera er bara að grúska í hinu og þessu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.3.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.