20.3.2007 | 11:51
Jeriko
Óli var í spurningum og presturinn spurði, börnin hvort þau vissu hver rústað hefði Jeriko. Öll sátu börnin hljóð, þar til hann spurði Óla, en hann sagðist ekki vita það en hann hefði ekki gert það. Presti þótti þetta óttarleg fáfræði, hringdi í móður Óla vegna þessa. Mamma Óla sagði presti að hann mætt trúa því að ef Óli hefði ekki sagst hafa gert þetta þá væri hún viss um að strákur hefði ekki gert það.
Nú gekk alveg yfir prest og hann ákvað að taka þetta upp á safnaðarnefndarfundi. Þegar hann hafði sagt söguna varð drykklöng þögn uns formaður safnaðarnefndar sagði, úr því foreldrar drengsins taka svona í þetta legg ég til að skemmdirnar verði greiddar úr safnaðarsjóði.
Athugasemdir
Georg Eiður Arnarson, 20.3.2007 kl. 14:33
Hahahahaha ææææ hvað þessi var góður, braut alveg upp þunglalegan hugsanaganginn sem ég var fastur í, takk Ester.
Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 15:55
Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 18:26
hehehe góður...
Brynja Hjaltadóttir, 23.3.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.