Vinafundur

Í kyrrðinni vinur kær þér mætti
er kvöldsett var og rökkur.
Svo angurværar sögur þínar tætti
sem talaðir úr hugans fylgsni klökkur.

Þó fortíðin sé þyrnum stráð
þreyta í hverju skrefi.
Þín framtíð ofin gleði þráð
þroska og ástúð gefi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk.

Georg Eiður Arnarson, 15.3.2007 kl. 20:08

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Jahérnahér, 12 stig að 10 mögulegum.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flott hjá þér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála 12 stig

Ólafur fannberg, 16.3.2007 kl. 08:43

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þakkir mínar þúsundfaldar,
þeim sem virðast skilja mig.
Óskir mínar ótalfaldar,
eiga nú að hitta þig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.3.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband