Mældist með 37,5% fylgi

Rakst á þessa áhugaverðu frétt á flakki mínu um netið, fannst það eiga erindi til okkar hérna á blogginu, því allir fylgjast grannt með framvindu fylgiskannana svona rétt fyrir kosningar. 

Kemst okkar flokkur að eða ekki.

frett_13_maeldistmedfylgiFriðþjófur Elínarson, húshjálp, mældist með 37,5% fylgi í nýrri könnun Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokka.

Að sögn komu niðurstöðurnar Friðþjófi nokkuð á óvart, en fylgi hans hefur ekki áður mælst í könnunum sem þessari.

Hann telur rétt að taka niðurstöðunum með ákveðnum fyrirvara, en viðurkennir þó að vissulega séu þær ákveðin vísbending um að hann sé á réttri leið, bæði á andlega og eins félagslega sviðinu, eins og hann orðaði það.

Þá telur hann heppilegast, bæði fyrir sig og raunar þjóðina alla, að hann nái að mynda nýjan meirihluta með kunningja sínum, Antoni - en sá mældist með 20% fylgi í sömu könnun.

 

Sjá nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já væntanlega fella þeir kunningjarnir ríkisstjórnina í næstu kosningum , hver var að tala um að einstaklingsframtakið skorti he he he.......

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2007 kl. 03:10

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Háðfuglar samfélagsins eru fljótir að koma augu á hvar pottur er brotinn í framkvæmdum skoðunarkannana.  Fréttablaðið hefur ekki á sér góðan stimpil i þeim efnum sbr. athygilisverða grein sem Björn Ingi Hrafnsson skrifaði í gær.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.2.2007 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband