Færsluflokkur: Þjóðtrú og veður

Þorláksmessa

Þorláksmessa á sumri 20. júlí, lögleidd 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti. 1) Þorláksmessa 23. desember, dánardagur Þorláks biskups 1193. Messa lögleidd 1199.

Sólstöður

sólstöður (sólhvörf), sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní og 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stystur. Breytileiki dagsetninganna stafar fyrst og fremst af hlaupársdögunum sem skotið er inn vegna þess að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu. Nafnið sólstöður vísar til þess að sólin stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.
Í stjörnufræði eru sólstöður skilgreindar sem það augnablik þegar miðbaugslengd sólar er 90° eða 270°. Lengdin reiknast frá vorpunkti og munar litlu á þessari skilgreiningu og þeirri sem fyrr var gefin.

Hundadagar enda

Nú á veður að breytast samkvæmd þjóðtrúnni, en þegar hundadagar byrja, er talið að veður muni breytast og haldast nokkuð svipað yfir hundadagana alla.   Í sveitum lands þótti gott af vita af hundadögunum framunda ef votveður voru mikil
 
"Hundadagar, tiltekið skeið sumars um heitasta tímann, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í íslenska almanakinu (6 vikur). Nafnið mun komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Grikkir settu sumarhitana í samband við hundastjörnuna (Síríus), sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum. Bæði hérlendis og erlendis hefur nokkuð verið á reiki hvenær hundadagatímabilið teldist byrja og hve lengi það stæði. Grikkir munu hafa tekið eftir því að Síríus birtist þegar sól gekk í ljónsmerki, og með hliðsjón af því eru hundadagar stundum reiknaðir frá 23. júlí til 23. ágúst. Var það t. d. gert í íslenska almanakinu fram til 1924 og sömu reglu er enn fylgt í danska almanakinu og því norska. Hjá Íslendingum er hundadaganafnið tengt minningunni um Jörund hundadagakonung sem tók sér völd á Íslandi 25. júní 1809, en var hrakinn frá völdum 22. ágúst sama ár."  Almanak Háskóla Íslands

Veðrið á Íslandi

Ef maður er ekki ánægður með veðrið þarf maður bara að bíða smá.  Í dag er búið að vera sýnishorn af því besta.   Eða hvað finnst ykkur?

 


Þegar frýs saman sumar og vetur!

Þá verður sumarið betra undir bú.  Það er ekki í þeirri merkingu að sumarið verði hlýrra en önnur sumur.  Þegar sumar og vetur frýs saman þá fer nýgræðingurinn seinna af stað og er til staðar þegar ærnar bera á vorinn.  Ærnar elta svo nýgræðinginn upp eftir fjallinu og ná þannig næringa besta grasinu langt fram á sumar.  Nytin úr þeim verður feitari og meiri allt sumarið, en bændur nýttu hana, gerðu úr henni skyr og smjör sem var geymt til vetrar.  Nú verða lömbin feitari og stærri þegar þeim er slagtað að hausti.


Jónsmessa

Á Jónsmessu ef viðrar vott,
við því flestir kvíða,
þá mun verða þeygi gott
að þurrka heyin víða.

Höf. ókunnur

 

(Þeygi er þerrivindur eða vindur sem þurrkar)


Pálsmessa 25. janúar

Ef heiðríkt er og himinn klár
á helga Pálus messu,
mun þá verða mjög gott ár
maður upp frá þessu.
 
Höfundur ókunnur. 

Kyndilmessa 2. febrúar

Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
frosta og snjóa máttu mest
maður vænta úr þessu.
 
Höf. ókunnur 

Klósigar

Ef klósigar (þung ský) eru yfir Eyjafjallajökli og sást úr Landeyjum og sólarlag verður rautt að kvöld, þá verður norðaustan þurrkur daginn eftir fyrir utan Markafljót.  En að vetri til verður þetta fyrir gaddi og skafrenningi ef snjór er.

Netjuþykkni eða Maríutjása

Ef það er netjuþykkni eða maríutjása á þétt á himni þá rignir innan sólarhrings.  Það ringdi þó fyrr ef skýin eru mikil og þétt á lofti.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband