Færsluflokkur: Þjóðtrú og veður
8.2.2007 | 15:17
Oft kemur þýða með Þorra
Ef það er búið að vera hart veður frá hausti, þá kemur þýða með Þorra og í framhaldið verður þungt vor.
8.2.2007 | 15:16
Grimmur skyldi Góudagurinn fyrsti
Grimmur skyldi góudagurinn fyrsti, annar og þriðji, þá mun Góa góð verða.
Þjóðtrú og veður | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 15:13
Veðurspá í kindagörnum
Þegar sauðfé er slátrað að hausti og garnirnar (smágirni stoppað er við þar sem botlangi byrjar) eru tómar með köflum, veit það á harðann vetur á þeim tíma sem görnin er tóm. Hver mánuður er ca. 50 cm, mælt eftir armlengd, byrjað er að telja á þeim mánuði sem slögtun stendur á.
8.2.2007 | 15:11
Spáð í veður út frá hagamús
Hagamúsin býr sér holu sem snýr undan verstu vindum vetrarins. Það var regla að fólk í sveitum gætti að þessu til að búa sig undir veturinn. Fólkið skýldi heyjum sem stóðu úti undan þessari átt sem dæmi.