Hundadagar enda

Nú á veður að breytast samkvæmd þjóðtrúnni, en þegar hundadagar byrja, er talið að veður muni breytast og haldast nokkuð svipað yfir hundadagana alla.   Í sveitum lands þótti gott af vita af hundadögunum framunda ef votveður voru mikil
 
"Hundadagar, tiltekið skeið sumars um heitasta tímann, nú talið frá 13. júlí (Margrétarmessu) til 23. ágúst í íslenska almanakinu (6 vikur). Nafnið mun komið frá Rómverjum, er sóttu hugmyndina til Forn-Grikkja. Grikkir settu sumarhitana í samband við hundastjörnuna (Síríus), sem um þetta leyti árs fór að sjást á morgunhimninum. Bæði hérlendis og erlendis hefur nokkuð verið á reiki hvenær hundadagatímabilið teldist byrja og hve lengi það stæði. Grikkir munu hafa tekið eftir því að Síríus birtist þegar sól gekk í ljónsmerki, og með hliðsjón af því eru hundadagar stundum reiknaðir frá 23. júlí til 23. ágúst. Var það t. d. gert í íslenska almanakinu fram til 1924 og sömu reglu er enn fylgt í danska almanakinu og því norska. Hjá Íslendingum er hundadaganafnið tengt minningunni um Jörund hundadagakonung sem tók sér völd á Íslandi 25. júní 1809, en var hrakinn frá völdum 22. ágúst sama ár."  Almanak Háskóla Íslands

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ester.

Já hugsaðu þér að það var nú aldeilis spekúlerað í hundadögunum varðandi heyskapinn heima.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.8.2007 kl. 01:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir fróðleikinn og eigðu góða helgi mín kæra

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

þegar ég var krakki og heyrði fyrst talað um hundadaga, hélt ég að ætti hugsa sérstaklega vel um hundana á heimilinu og var ég gjarn á að hnupla betri mat og lauma í hundana, og var ég stórækur í því, svo komst það upp og var reynt að útskýra fyrir mér tilurð hundadaga.

Hallgrímur Óli Helgason, 24.8.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Spurning hvað gerist svo eftir hundadagana? Spennandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband