Færsluflokkur: Hugleiðsla

Gullkorn

Engin leið er löng í samfylgd vinar.  (Japanskt spakmæli)


Gullkorn

Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess. ( úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson.)

Gullkorn

Ekki hafa áhyggjur, leystu málin, bægðu frá reiði og ótta þá verður þú  hamingjusamur og vandamál ná ekki að festa rætur.

Gullkorn


Sæll er sá er við sólarlag fagnar skini stjörnunnar. (Albet Ludwig Balling)



Gullkorn


Til þess er vonin að veita inn í líf okkar hlýju og birtu (La Rochefoucauld)



Gullkorn

Ef þú ert ekki ánægður með það sem þú hefur, því skyldir þú vera sælli með meira.
 


Gullkorn

Svarið sem þú leitar að er innra með þér.  Svörin við spurningum lífsins eru einnig innra með þér.

Gullkorn

Hvað þú gerir við líf þitt er undir þér sjálfum komið.

Gullkorn

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern. (hávamál)

Gullkorn

Í öllu, hvað sem þú tekur þér fyrir hendur, þá hugsaðu um endirinn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband