Færsluflokkur: Hugleiðsla
24.10.2008 | 22:29
Gullkorn um fyrirgefninguna
Allir eru alltaf svo hjálpsamir
Kærleikurinn er allstaðar og ég er elskurík og þess virði að vera elskuð.
Ég fyrirgef þér að þú skulir ekki vera eins og ég vildi að þú værir. Ég fyrirgef þér og gef þér frelsi.
Ég treysti þessum mætti og viskubrunni og veit að allt sem ég þarf að vita vitrast mér og allt sem ég þarfnast veitist mér á réttum tíma, réttum stað og í réttri röð.
Í veröld minni er allt af hinu góða.
10.10.2008 | 00:50
Hvað er traust?
Hvað er traust:
Öryggi
Treysta sjálfum sér og öðrum í samskiptum
Sjálfstraust
Traust milli einstaklinga
Að halda loforð
Treysta öðrum fyrir hlutum
Samkvæmni
Þagmælska
Traust á fagmennsku/þekkingu
Traust grundvallast á samskiptum
Vinir virða hvern annan og ákveða hlutina í sameiningu.
Vinir finna milliveginn þegar þeir eru ósammála.
Vinir notfæra sér ekki hvorn annan.
Vinir ljúga ekki og framkvæma ekki hluti á bak við hvern annan.
Vinir eru til staðar þegar þú þarft á þeim að halda.
Vinir vinna sér inn traust með framkomu og hvernig þeir koma fram við hvern annan.
Traust er eitthvað sem þú þarf endalaust að vera að vinna þér inn
Skyldi það vera að traust sé á undanhaldi í menningu okkar? Ef svo er hvar í menningu okkar og hvenær skyldi það vera? Við fyrstu sýn virðist það ekki vera reyndin ef horft er til þess að þjóðfélagið er opnara en fyrir nokkrum áratugum síðan. Hægt er að spyrja er það ekki gott dæmi um traust í dag er ekki óalgengt að einstaklingur segi frá sér og sínum einkahögum í opinskáu tímarritsviðtali og eða í á einhverjum ljósvakamiðlinum. Viðkomandi einstaklingur treystir alþjóð fyrir sínum innstu persónulegu málum. Stundum er það svo að það er allt að því óþægilegt aflsestrar og eða áheyrnar. Er það ekki dæmi um traust. Raunin er sú í dag að ef þú vilt vita eitthvað um náungan er minnsta mál að fletta upp á því í einhverjum að þeim fjölmörgu gagnageymslum sem er að finna á netinu.
Hugtakið traust hefur farið í andlitslyftingu. Ásjóna hennar er öll önnur en hér áður fyrr þegar fólk treysti fáum nema sinni allra nánustu fjölskyldu eða vinum fyrir sínum málum. Í dag er ekki málið að anda ofaní hálsmálið á náunganum og náunginn lætur sig það ekki varða.
Við fyrstu sýn virðist sem að ungt fólk í dag vera fúsara að opinbera sig og sitt fyrir hverjum þeim sem hefur nennu til að lesa og að ekki sé talað um að horfa á í sjónvarpi og eða hlusta á í útvarpi um tilfinngar og hagi einstaklingsins. Í daglegu tali er talað um þær manneskjur sem leggja sig við að opinbera sig og sitt að þær séu haldnar athyglissýki. Sumum þykir voða smart að viðurkenna fyrir alþjóð að hann eða hún sé haldin þessari sýki og virðast þannig vera að afsaka þessi og hin fíflalætin.
Traust er tilfinning annarrar manneskju fyrir því að við séum nálæg henni, virðum hana, viljum henni vel og munum ekki niðurlægja hana, baktala eða valda henni minnkun á nokkurn hátt. Það er einkum tvennt sem traust byggir á. Annars vegar aragrúi líkamlegra og persónulegra og menningarlegra tákna sem við berum og hafa merkingu fyrir viðmælendur okkar. Hins vegar endurtekin reynsla af því að okkur sé treystandi eða vitneskja um að við höfum reynst öðrum vel.
Líkaminn segir til um hvort við tökum eða höfnum manneskju og ásamt andliti og hljómfalli tals eða blæ raddarinnar opinberar líkaminn tilfinningar okkar í garð hennar. Það breytir engu hvað við segjum, ef munnlegu skilaboðin eru í ósamræmi við hin líkamlegu og menningarlegu. Verið því vakandi fyrir ógnandi skilaboðum sem þið kunnið að senda með líkamanum og tónfalli raddarinnar.
Traust er einhuga ásetningur. Traust er hugrekki. Traust er von. Traust er innri víðátta og náð.
Fyrirgefning og traust er ekki sami hluturinn. Þú getur fyrirgefið strax, en það tekur tíma að treysta á ný þegar trúnaður hefur verið brotinn.
17.9.2008 | 18:46
Gullkorn
Gakktu með gát í þessum hraða og hávaðasama heimi og mundu hvaða frið þú getur fundið í þöginni.
29.8.2008 | 17:18
Gullkorn í ljóði
Vér samt erum, að mig grunar,
oft þó fáum mótbyr reynt,
fram á leið til fullkomnunnar,
en ferðin gengur nokkuð seint.
Sig. Júl. Jóhannesson (Smári)
27.8.2008 | 23:16
Gullkorn
Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur, Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf. Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best."
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins
27.8.2008 | 06:49
Gullkorn í ljóði
Oft þó gleðjist andi minn,
aldrei hann þess nýtur.
Þó sólin aðra kyssi kinn
kuldinn hina bítur.
Gísli Ólafsson
26.8.2008 | 08:16
Gullkorn í ljóði
Mig dreymdi um dýrlegt sumar
í dimmasta norðanbyl.
Þó sál mín syngi af gleði,
er sorgin mitt undirspil.
Davíð Stefánsson
26.8.2008 | 08:08
Gullkorn
25.8.2008 | 18:51
Gullkorn
Ég segi menn boðna og velkomna, hvern veg sem þeir nálgst mig, af því að vegirnir, sem þeir velja, er þeir koma hvaðanæva, eru mínir vegir.
Úr Bhagavad Gita
25.8.2008 | 07:19
Gullkorn í ljóði
Innsta þrá í óskahöllum
á svo margt í skauti sínu:
Ég vildi geta vafi öllum
vorylnum að hjarta þínu.