Færsluflokkur: Hugleiðsla
24.8.2008 | 13:38
Gullkorn í ljóði
Vinur minn, lifðu sem lengst,
lifðu til frægðar og sóma.
Allt sem er göfugt og gott,
gleðjist og hryggist með þér.
24.8.2008 | 03:07
Gullkorn
23.8.2008 | 08:33
Gullkorn í ljóði
Ytra skart þó eigir fátt
ógna ei svartar nætur,
vonir bjartar ef þú átt
innst við hjartarætur.
Ragnar Ásgeirsson.
23.8.2008 | 08:32
Gullkorn í ljóði
Að þér hlúi hamingjan,
harmagrúi enginn saki,
ást, von, trú og ánægjan
aldrei snúi við þér baki.
Sveinn frá Ellivogum
22.8.2008 | 20:12
Gullkorn
Betri er smá skítur í hornum en hreint helvíti.
höf. ókunnur
21.8.2008 | 23:47
Speki Cherokee indjána.
Kvöld eitt, sagði gamall Cherokee indjáni barnabarni sínu, ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki. Hann sagði: "Sonur minn, baráttan er á milli tveggja "úlfa" innra með okkur öllum.
ANNAR ER ILLUR. Það er reiði, öfund, afbrýðissemi, böl, eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkvun, sekt, gremja, minnimáttarkennd, lygar, falskt stolt og að vera fullur af yfirlæti og egói.
HINN ER GÓÐUR. Það er gleði, friður, ást, von, rósemi, auðmýkt, góðvild, góðfýsi, hluttekning, örlæti, sannleikur, samúð og trú." Drengurinn hugsaði um þetta nokkra stund og spurði síðan afa sinn: Hvor úlfurinn vinnur?" Gamli maðurinn svaraði, einfaldlega:
"SÁ SEM ÞÚ NÆRIR."
21.8.2008 | 19:29
Gullkorn
Við vorum að klifra þetta fjall og það voru tvær leiðir í dag. Önnur var *bíb* og hin var upp...Það voru allir í fílingnum, ekkert að hugsa um hvort við myndum vinna eða *bíb* skiluru.
Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í hanbolta
21.8.2008 | 07:52
Gullkorn
20.8.2008 | 18:43
Gullkorn
Ef við deyjum á vellinum, þá deyjum við lifandi.
Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handbolta.
Hugleiðsla | Breytt 22.8.2008 kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 19:52