Færsluflokkur: Bloggar

Vatn er grundvöllur lífs á jörð.

Það eru skelfilegar aðstæður sem fólkið þarf að búa við, eitthvað sem við með besta vatn í heimi þekkjum ekki.  Eftir þurrkana undanfarið verð ég að segja að það er létt yfir manni að fá ferska rigningu.  

Vonandi finnst vatn, það myndi gjörbreyta aðstæðum fólksins sem líður mikinn skort. 


mbl.is Kenning um falið stöðuvatn í Darfur heldur ekki vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérvitringur

En hefur efni á því.  Þetta getur ekki verið góð auglýsing fyrir veitingastaðinn, ég hefði bara hent honum öfugum út, svona menn eiga bara að borða heima hjá sér.

mbl.is Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir stendur vandamál um orkuþurfð

Þetta eru gleðilegar fréttir en það er vitað mál að olía mun þrjóta og þá þarf annan orkugjafa til að knýja áfram bíla og tæki.  Því efast ég stórlega um að þessi uppgötvun muni draga úr leit fyrirtæka eftir orkugjafa sem mun leysa olíuna af hendi.

mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt

Frábært að heyra, hann á eftir að verða fleirum hvatning til að ná markmiðum sínum.  Offita er mikið heilsufarslegt vandamál og skerðir verulega lífsgæði fólks.
mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna skemmdarverk til að deila á skemmdaverk

Ég get aldrei skilið hvernig fólk getur réttlætt það að skemma eignir og valda náttúruspjöllum með spilefnum (málningu).   Til að vekja athygli á umhverfisvernd.  Ef viðkomandi aðila myndu ganga um umhverfi sitt af alúð og stunda vistvernd í verki hefði það meiri áhrif á heildina en með því að skaða aðra.  Málið er að þorri fólk sem kemur fram undir merkjum umhverfisverndar er haldið stórkostlegri athyglissýki og skemmdarfýsn og fær útrás fyrir hvatir sínar í svona aðgerðum.
mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegra en tárum taki.

Það á enginn einhverja manneskju, við erum öll einstaklingar og elskuverðar manneskjur og eigum rétt á því að vera hamingjusöm. 

Það hugarfar sem býr að baki þessum voðaverknaði er mér að öllu óskiljanlegur en er því miður langt frá því að vera einsdæmi.  Ég veit það í hjarta mínu að þeir sem fremja slíka glæpi hljóta að upplifa helvíti á jörðu og aðstandendur þeirra sem eftir lifa líka.

Við verðum að vona að með tímanum muni réttarkerfið vinna á í þessum málum og stoppa slíka verknaði. 


mbl.is Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukk!

Ég var klukkuð af Ásdísi, en þar sem ég er búin að vera að mála húsið að utan í öllum mínum frítíma undanfarið vissi ég ekki hvað þessi leikur var, fannst Ásdís bara voða skrítin að senda mér svona kveðju. LoL

1.  Ég er sérvitur meyja

2.  Ég er alin upp með 5 bræðrum og á 3 syni.

3.  Mér finnst langtum betra að fara hægra megin fram úr rúminu.

4.  Ég elska það að vera úti í náttúrunni.

5.  Mér þykir vænt um öll dýr, en læt mér nægja að eiga einn kött.

6.  Það skemmtilegasta sem ég geri er að horfa á öldurnar brjóta á fjörusandinum í heimahögunum.

7.  Ég er alltaf að læra.

8.  Ég fer alltaf með kvöldbænir.

 

Ég klukka. gmaria, georg, margréti hafsteins, sirrý og  salvöru.


Ákallið "Jiban debata"

Ég ákalla þig Guð lífs míns

án afláts svo þú fyrirgefir mér í dag.

Ó þú mikli lausnari, snert mig

svo vitund mín opnist að fullu í dögun fyrirheitanna.

           Sri Chinmoy
 


Góður endir á góðum degi.

Frábær frammistaða, við getum verið stolt af handknattleiksmönnunum okkar.  Strákarnir okkar!

mbl.is Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til umhugsunar

Fékk þetta sent til mín í pósti

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!

 

1.   Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.

2.   Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.

3.   Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.

4.   Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.

5.   Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa

6.   Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.

7.   Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi

8.   Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.

9.   Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.

10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.

11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum.

 

Þannig að.............Ef þú ert elskulegur vinur, þá sendu þetta til allra , einnig þess sem sendi þér þetta. Ef þú færð þetta til baka þá veistu að þeir elska þig í alvöru.

Já og mundu.........þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt!

 

Íslenskað : Skúli Magnússon

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband