Vinna skemmdarverk til að deila á skemmdaverk

Ég get aldrei skilið hvernig fólk getur réttlætt það að skemma eignir og valda náttúruspjöllum með spilefnum (málningu).   Til að vekja athygli á umhverfisvernd.  Ef viðkomandi aðila myndu ganga um umhverfi sitt af alúð og stunda vistvernd í verki hefði það meiri áhrif á heildina en með því að skaða aðra.  Málið er að þorri fólk sem kemur fram undir merkjum umhverfisverndar er haldið stórkostlegri athyglissýki og skemmdarfýsn og fær útrás fyrir hvatir sínar í svona aðgerðum.
mbl.is Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Tjah spilliefnum?

Það er nú til umhverfisvæn málning, og ef einhverjir nota hana þá eru það líklega umhverfisverndarsinnar 

Haukur Viðar, 20.7.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það vita það allir að málning er spillefni, þó svo það sé eitthvað sem fær heiti umhverfisvæn, er það meira í orði en á borði.  Umhverfi okkar er líka húsin sem við búum í og störfum í.  Því er það sjónmengun að skemma byggingar og væntanlega verur t.d. ekki hægt að hreinsa lím úr skrá og læsingum hússins, svo þar fara  verðmæti á öskuhauga löngu fyrir aldur fram og veldur mengun.

Ester Sveinbjarnardóttir, 20.7.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband