Gullkorn í ljóði

Oft til baka hugur horfir
hvar sem atvik fleygja mér,
nýja árið nýjar vonir
og nýja gleði færi þær.


G. K. Jónatansson


Gullkorn

Vingjarnlegt orð sem fellur í dag getur borið ávöxt á morgun.
Mahatma Gandhi


Gullkorn

Nirfillinn gerir engum gott, en er samt sjálfum sér verstur.
Públús Sýrus


Ljóð með gullkornum

Satt og logið sitt er hvað
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga.

Páll Ólafsson.


Gullkorn

Öfund má forðast með því að flíka aldrei fögnuði sínum.
Seneka

Gullkorn

Af aurum hefur aldrei neinn orðið ríkur!
Seneka

Gullkorn

Sérhverjum degi má haga svo sem væri hann síðastur allra og með honum væri ævin á enda.  Gefi okkur Guð í ofanálag einn dag enn, þá skulum við taka honum fagnandi.  Seneka

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband